Vorið - 01.03.1949, Qupperneq 16

Vorið - 01.03.1949, Qupperneq 16
12 V O R I Ð MAMMA: Jæja, — en hvað eigið þið þá að hafa með ykkur? BIRGIR: Hér er uppskrifað það, sem ég á að hafa. (Réttir blað). RUT: Og hér er minn listi. ('Réttir líka sitt blað). MAMMA: Nú getið þið farið fram í eldhúsið og fengið ykkur ofurlít- ið kakó. Svo skal ég athuga hvort þið eigið allt það, sem stendur á þessum blöðum. (Börnin út). — Fjórar skyrtur og einar sundbux- ur. Og Birgir á bara þrjár skyrtur. En ég lét nú eina í druslukörfuna hérna um daginn; hana get ég nú e. t. v. bætt. (Tekur fram körfu með gömlum fötum og úr henni rifna skyrtu). Þessa get ég nú bætt; ég set á hana nýjar ermar og bót hér, þá er það í lagi. En sund- buxur verð ég að kaupa (lítur á listann) — og svo verður hann að hafa húfu. Rut verður líka að fá ný sundföt. Hvernig förum við að þessu? Hvernig á ég að láta pen- ingana nægja til alls? (Opnar kommóðuskúffu og tekur upp nokkra seðla og krónupeninga). Þetta verð ég að hafa til að greiða útsvarið og þetta í húsa- leigu (tekur peninga frá og telur svo það, sem eftir er) Tíu, tutt- ugu og tvær tuttugu og þrjár — tuttugu og þrjár krónur. Sundföt fjórar krónur, sundbuxur tvær krónur, tvær húfur á eina og fimmtíu. Það gerir sjö krónur og fimmtíu, og þá á ég bara fimmtán og fimmtíu eftir. Svo er nú raf- magnsreikningurinn — alltaf ein- ar þrjár krónur. Þá eru tólf og fimmtíu eítir fyrir mat. O-jæja, það ætti að duga. Og í næstu viku fæ ég líka borgað fyrir ræst- inguna. BIRGIR og RUT (inn): Mamma, hvað er langt til Sílaeyjar? MAMMA: Það er þriggja tíma sjóferð. BIRGIR: Ó, hvað jrað verður gam- an. RUT: Heldurðu að sumarbústað- urinn sé rétt við vatnið, mamma? BIRGIR: Hafið, áttu að segja. Þetta er Eystrasalt, skilurðu. MAMMA: Það er bara tveggja mín- útna gangur til baðstrandarinnar. BIRGIR: Ætli þar sé nokkur kajak til að skemmta sér við? MAMMA: Það vona ég að ekki sé. BIRGIR: Þú þarft ekki að vera hrædd um mig, ég gæti mín. (Fer út). (Síminn hringir). MAMMA: Halló - já. - Góðan daginn, ungfrú Ekberg! Nei — en hvað þetta var leiðinlegt. Jú, — víst þyrfti þess. En Rut og Birg- ir veitti sannarlega ekki af að fá að fara. Það yrði þá helzt að vera Birgir, sem heima sæti, — og hann, sem var búinn að hlakka þau ósköp til að fá að koma til Sílaeyjar. Jú-jú — ég sltil joað svo sem vel. Já, ég skal tala um það við hann. Verið jíér sælar, ungfrú. (Hringir af).

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.