Vorið - 01.03.1949, Side 19

Vorið - 01.03.1949, Side 19
VORIÐ 15 Sílaeyju er auðvitað miklu glæsi- legri. BIRGIR: Ja-á! KENNSLUK.: Og þó he£ ég verið við ennþá ágætari baðstaði í sum- ar. Ég hef verið á Fiskilæk. Veiztu hvar það er? BIRGIR: Já, það er í Búhússýslu. Þar er vatnið líklega vel salt! KENNSLUK.: Þar þótti drengjun- um gaman, skal ég segja þér. Þeir óðu út í og söfnuðu kröbbum og bobbum. En þeirra bezta skemmt- un var náttúrlega að fá að vera með einhverjum að sigla báti. BIRGIR: Það væri gaman að £á að koma þangað einhvern tíma. KENNSLUK.: Ég var mikið með einni fjölskyldu þar. Hjónin áttu dreng, sem var svo veikbyggður að honum gekk illa að fylgjast með öðrum drengjum, svo að honum fannst hann vera ein- mana og yfirgefinn. Pabbi hans sagði margoft við mig: „Bara að ég gæti fundið dreng, sem ég gæti alveg treyst, þá skyldi ég bjóða honum hingað sem leikfélaga handa Dengsa mínum.“ BIRGIR: Og — og-----hvað átti drengurinn að vera gamall? KENNSLUK.: Ja — svona á aldur við þig. Svo verður hann að vera rnjög góður í sér og þolinmóður og má ekki hlaupa frá vesalings Dengsa. Þar að auki vildi faðir- inn, að drengur lærði að synda. BIRGIR: Ég kann nú — — (þagnar snögglega). KENNSLUK.: Dag nokkurn spurði húsbóndinn mig, hvort ég vissi um nokkurn dreng, sem gæti tek- ið að sér hlutverkið. Jú, — en ég sagði, að mínir nemendur byggju í Stokkhólmi. „Það gerir ekkert,“ sagði hann, „ég skal gjarnan kosta ferðina." Viltu gizka á hvað ég sagði þá? BIRGIR: Það - - það - - þori ég ekki. KENNSLUK.: Ég sagði: „Ég veit um einn duglegan dreng, sem heitir Birgir. Hann myndi nú gjarnan vilja korna og hann yrði áreiðanlega góður að hjálpa Dengsa." BIRGIR: Ó, þakka þér fyrir, góða ungfrú! Það skal verða gaman. Hvenær á ég að fara? KENNSLUK.: HeiTa Lindelí kem- ur í Mjölbæ í næstu viku, og þá geturðu fengið að verða með hon- um til baka til Fiskilækjar. BIRGIR ('hendist til móður sinnar og sveiflar henni í hring): Mamma, ég er svo glaður! Ég á að fara til Vesturlands! Eða fæ ég ekki að fara? MAMMA: Jú, ég er búin að lofa ungfrú Ekberg því.---Nú hefur þú víst fengið það ríkulega laun- að, Birgir minn, sem þú gerðir fyrir Óla litla. Ef þú hefðir verið eigingjarn og bara setið kyrr á

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.