Vorið - 01.03.1949, Page 23

Vorið - 01.03.1949, Page 23
VORIÖ 19 VEGNA MÖMMU „Mammal Mammal Éghefunnið reiðlijólið í happdrætti skátastúlkn- anna.“ Elsa kom hlaupandi inn með happdrættísmiðann í annarri hend- inni, en dagblaðið í hinni. „Nei er það satt, Elsa,“ Mamma leit á blaðið. Já sannarlega. ég óska þér til hamingju.” En Elsa, sem var elleiu ára, klappaði saman höndun- um og hojjpaði um af kæti. „Má ég hlaupa niður í bæinn og sækja það strax?“ spurði hún eftir svolitla stund. „Já það máttu vina mín en farðu nú gætilega, þegar þú hjólar heim aitur,“ kallaði mamma á eftir henni En hvað það var gaman, að hún skyldi fá reiðhjólið,hugsaðimamma hennar. Hana hefur svo lengi lang- að til að eignast hjól, en engin efni liafa verið til að kaupa það. Móðir Elsu var ekkja, og hin litlu eftir- laun, sem hún fékk eftir mann sinn hrukku að eins til að draga fram lífið. — Það var engin stúlku í ná- grenninu hamingjusamari, en Elsa unar í vor, þar sem einungis verða sungin lög eftir Áskel. Áður en ég fór spilaði Áskell fyrir mig lagið „Hólaklappir“ og lagið „Ungum er það allra bezt“. Það lag þyrfti að konrast til barnanna. E. S. þennan dag. Hún snerist í kring urn reiðhjólið og strauk það og fór svo á því í sendiferðir fyrir mömmu sína eftir þörfum. En nokkru síðar skyggði fyrir gleðisól Elsu litlu um stund. Móðir hennar veiktist og varð að liggja rúmföst. Læknirinn sagði, að það væri lungnabólga og annaðhvort yrði hún að fara í sjúkrahús, eða fá einhvern til að hjúkra sér. Þetta varð þungt áfall fyrir Elsu. Gleðin yfir reiðhjólinu gleymdist. Meðölin handa mönnnu hennar voru mjög dýr, og svo þurfti hún að hafa gott fæði. Læknirinn útvegaði konu til að hjúkra nrömmu hennar, og Elsa fékk leyfi úr skólanum til að hjálpa til heima. Reiðhjólið stóð inni allan daginn, nema þegar hún þurfti að fara sendiferð. Þegar vika var liðin, var mamma hennar orð- in svo hraust, að Elsa gat hugsað um hana, og konan kom aðeins einu sinni á dag. Læknirinn kom annan hvorn dag, og var ánægður með batann. Hann klappaði á koll- inn á Elsu og sagði, að mamma hennar nrætti vera glöð yfir að eiga svona duglega stúlku. Elsa fann gleðistraum streyma um sig við þessi orð og hneigði sig djúpt, þeg- ar læknirinn fór.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.