Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 25

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 25
V O R I Ð 21 lijólinu niður veginn í áttina til bæjarins. Aldrei hafði henni fund- izt vegurinn jafn erfiður og í dag, þegar hún ætlaði að selja reiðhjólið sitt, en guð vildi það, og hún varð að gera það. Þegar Elsa kom til læknisins, hitti liún liann úti á túni. Hún gekk til hans og hneigði sig djúpt. „Jæja, Elsa, hvernig líður heima hjá þér?“ sagði læknirinn. „Mömmu þinni liefur vonandi ekki versnað?“ —„Nei, það líður vel heima, en... .“ „Jæja.“ — Læknirinn tók undir hökuna á henni og horfði inn í aug- un. — „Jæja, Elsa litla, hvað er það þá? Komdu hingað, við skulum tylla okkur hérna niður. Hm. Það er annars gott reiðhjól, sem þii hrepptir. Ég sá það í hlöðunum. Eg óska þér til hamingju." Elsa hrosti. — „Þakka yður fyrir. Viljið þér kaupa það?“ Læknirinn horfði undrandi á liana. — „Kaupa það? Þú ætlar þó ekki að selja fallega reiðhjólið þitt?“ „Jú, lierra læknir. Ég verð að selja það.“ Og svo. sagði Elsa lækninum frá draumnum, og að guð Iiefði viljað sýna henni með þessu, hvernig hún gæti hjálpað mömmu sinni. Lækn- irinn komst við af þessari frásögn, tók upp vasaklút og þerraði á sér augun. Hann sat ofurlitla stund liugsandi, og tók svo í hendina á Elsu. „Þökk fyrir að þú komst hingað, Elsa. Það, sem guð biður okkur um, það eigum við að gjöra. Ég skal kaupa reiðhjólið þitt. Ég ætla að gefa það góðri og lítilli stúlku, sem ég þekki. Ertu ánægð með 250 krón- ur?“ „Það er of mikið,“ sagði Elsa. „Kennarinn okkar sagði einu sinni, að notaðir hlutir féllu í verði, svo að þetta er of mikið.“ „En þegar ég býð þér þetta, er þér óhætt að taka á móti því,“ sagði hann. „Gjörðu svo vel, hérna eru peningarnir. Og svo ek ég þér lieim, því að ég þarf að tala dálítið við mömmu þína. En fyrst skulum við aka til konu, sem ég þekki, og biðja liana að lijálpa mömmu þinni við heimilisverkin einhvern tíma.“ Klukkustund síðar kom læknir- inn og Elsa heim til liennar. Og þegar læknirinn hafði rannsakað mömmu Elsu, sagði hann: „Jæja, nú er búið að útvega stúlku til að annast heimilisverkin, frú Berg. Elsa hefur útvegað peninga til að greiða með útgjöldin.“ „Hvernig gaztu það, Elsa?“ spurði mamma. „Ég skal útskýra þetta allt fyrir yður, frú Berg,“ sagði læknirinn. „En nú legg ég til, að Elsa taki þennan fimm króna seðil, skreppi með hann í búð og kaupi nokkrar kökur. Mig langar í kaffisopa.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.