Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 28

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 28
24 VORIÐ Ég hélt af stað um höf og lönd Á hverjum jólum fáum við að heyra í barnatímum útvarpsins hinn gamansama danska jólaleik: „Gekk ég yfir sjó og land“. En mjög báglega hefur tekizt með þýðinguna og er hún bæði ljót og afkáraleg. En þessi þýðing nrun liafa breiðst út um allt land með útvarpinu. Oftast mun vísan vera höfð á þessa leið: „Gekk ég yfir sjó og land, hitti þar einn gamlan mann, spurðisvo og sagðisvo: Hvar á maðurinn heima? o. s. frv.“. Finnst ykkur ekki þetta heldur bágborinn kveðskapur? Þegar ég var drengur á Djúpavogi um 1912—15 lærði ég aðra þýðingu á þessum jólaleik, sem mér þykir mun betri en hin. Þýðingu þessa lærði ég af frú Margréti Jónsdóttur frá Hjarðarholti, en hún beitti sér fyrir jólatrésfagnaði fyrir börn á Djúpavogi á þessum árum, og var þar hrókur alls fagnaðar með hinni dásamlegu fögru söngrödd sinni. Þýðingin er á þessa leið: „Ég hélt af stað um höf og lönd og hitti gamlan karl á strönd, hann yrti á mig, ’ég yrti á hann, „Hvar á maðurinn heima?“ Ég á heima í Hopplandi Hopplandinu góða.“ Geta menn nú borið saman þessar tvær þýðingar og geti menn orðið mér sammála um, að sú síðari sé betri en hin fyrri, væri þá ekki rétt að taka hana upp og lofa hinni að gleymast? E. S. Heim úr skóla Lag: Nú blikar við sólarlag. í skólanum gaman og skemmtilegt er, ég skrifa og reika og teikna’ eins og ber, og námið er búið og nú fer ég heim, og nú gat ég lesið og dró engan seim. Um götuna’ ég feta og horfi í hring, því héé eru bílar á ferðinni’ í kring. Ég hlusta á allt, sem að eyrum mér ber, en ekki neitt Ijótt, því að Guð til mín sér. Og töskuna hefi ég herðunum á, svo hendurnar báðar ég rétt get mér frá, og hjálpað mér sjálfum og svo kannke þeim, er saklaus er hrekktur á leiðinni heim. Valdimar Össurarson.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.