Vorið - 01.03.1949, Side 30

Vorið - 01.03.1949, Side 30
26 VORIÐ í sál barnanna. Það eru þessir eigin- leikar, sem gert ha£a bækur Hann- esar svo vinsælar. Barnablaðið Æskan hefur gefið bókina út, og er liún sérstaklega vönduð að öllum frágangi. í henni eru tíu myndir eftir Þórdísi Tryggvadóttur, Magnússonar, prýð- isvel gerðar. Adcla lærir aÖ syna eftir Jennu og Hrei&ar kennara á Akureyri, er þriðja bókin af Öddusögunum. Þessar bækur hafa verið mjög vin- sælar hjá yngri börnum. Efnið er við þeirra hæfi og frásögnin létt og lipur. Sagan af Öddu, munaðar- lausu stúlkunni, hefur orðið mörgu barni hugstæð. Bókin er prýdd mörgum fallegum myndum eftir Þórdísi Tryggvadóttur. Barnablað- ið „Æskan“ gaf bókina út. Skólarím heitir nýstárleg barna- bók eftir Kára Tryggvason kennara og nemendur lians. I bókinni eru kvæði og lausavísur, sem orðið hafa til í barnaskólanum hjá Kára vet- urinn 1946—47. En Kári, sem er skáld gott, hefur glætt rímhneigð barnanna og kennt þeim að yrkja. í formála getur höfundur þess, að hann sé þess fullviss, að ljóðagerðin liafi þroskandi og hvetjandi áhrif á börnin sjálf. Bókin er prýdd mörg- um góðum myndum eftir Odd Björnsson, 15 ára dreng. Það er freistandi að taka hér upp eitthvað af Ijóðum barnanna, en þessar vísur verða þó að nægja: ÆRNAR MÍNAR. Svala mín er svört að lit, Svölu nafnið ber hún. Löngum hefur hún lítið vit, löt urn völlinn fer hún. Rönd er bæði gæf og góð, ég gef henni brauð að smakka. Hún er feit og fjarska móð, en fljót að þekkja krakka. Hildur Káradóttir. Bifurinn hann byggir sér býsna góða kofa. Inn í þá hann alltaf fer, er hann þarf að sofa. Baldur Sigurðsson. Vorið kemur, vetur fer, víður himinn blánar. Skemmtilegt og ágætt er alltaf þegar hlánar. Hrafnhildur Þórólfsdóttir. Hér birtist nýjung í skólastarfi og er þetta því athyglisverð bók. Eflaust væri ástæða til að gera rneira að því, en gert er, að lofa börnum að læra að yrkja, kynna sér rímreglur og glæða skilning þeirra á fögrum ljóðum. Bókmenntirnar eru okkar dýrmætasti arfur. íslenzk Ijóðlist er frábær um margt. Þessi list má ekki glatast. Og hvað er þá

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.