Vorið - 01.03.1949, Side 33

Vorið - 01.03.1949, Side 33
VORIÐ 29 Nokkrar vísur til hjálpar við málfræðinám i Hér koma fyrst kvenkynsnafnorð, sem hafa tvö n í öllum föllum: F.inkunn, miskunn, Iðunn, forkunn, Ingunn, Steinunn, Jórunn, Sæunn, Dýrunn svo og vorkunn, sömuleiðis Þórunn. Þá koma hér karlkynsnafnorð, sem enda á einu n í þolfalli án greinis: Þráinn, Kristinn, Þórarinn, því næst himinn, jötunninn, drottinn, Óðinn, aftaninn, arinn, Héðinn, morgunninn. Næst koma þá sagnir, sem stjórna nafnhætti án nafnháttarmerkis: Sjá ei háttarmerkið má, mun það teljast af og frá. Þú skalt þetta heyra: Þykjast, virðast, segjast sjá, sýnast, vilja telja á. Viltu mikið meira? Hér koma svo tvær vísur, sem orðið hafa til við stafsetningar- kennslu: Góðan, vondan, gráan, hvítan, grannan, feitan, rita skal með einu n-i endinguna, og gleyma ei henni. Karlkynsorð á inn n-in tvö sér fá. Hrærðu í heilamauki. Þráinn, Þórarinn þessu víkja frá, og nokkur orð að auki. Þá kemur vísa um an-regluna: Blessuð sértu ending ann, sem aldrei ruglar nokkurn mann Karlkynsnafnorð ef það er, n-in hef ég tvö í þér. Hér er vísa til að kenna forskeyt- in: Forskeyti er málsins mör, má þar fyrst til nefna ör, því næst ó og and og tor, auð og mis og síðast for. Úr þátíðinni þiggja, draga, slá, þar að auki hlceja og liggja á, í fleirtölunni g ei gleymast má. Þá kemur vísa um sérhljóðana: Ræ ég út á sérhljóðasæ á sjálfri málfræðinni. Breiðir liafa brodd nema æ, bara að ég þá finni. Loks koma hér vísur um hœtt- ina: Framsöguháttur er fullyrðing bein. Finna skal nafnhátt á merkinu að. Boðháttarskömmin er skipunin hrein: Skældu ekki krakki, og mundu nú það!

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.