Vorið - 01.03.1949, Qupperneq 34

Vorið - 01.03.1949, Qupperneq 34
30 V O R I Ð Viðtengingarhœtti hló að hann, sem ekki mundi þó að. Vex í augum vandi. Þátið lýs. er svarta syndin, síðust er hún kennimyndin. Nútíð endar á andi. Að síðustu er hér ein vísa, sem getur hjálpað til við prósentureikn- ing: Þrjú prósent finna a£ þremur má, það skaltu geyma í heila: Margfalda saman 3 og 3, því næst með 100 deila. Ö. S. Vísubotnar í fyrra hefti f. á. var óskað eftir botnum við þessa vísuhelminga: 1. Sumarfuglar svífa á braut, senn er kominn vetur. 2. Fjöllin gráum klæðast kjól, kúrir fugl í runni. Nú liafa Vorinu borizt eftirfar- andi botnar: 1. Vanfleygum í vetrarþraut vorið yljað getur. 2. Vor á skilið varla hól að víkja úr náttúrunni. ('Soffía Jónsdóttir, 15 ára). 1. Ýlfrar vindur, úti þaut, öllu rótað getur. 2. Frosti gamli fer á ról, með frostnum púar munni. 1. Valt mér þykir vorsins skraut það visnað alltaf getur. 2. Húmið dökknar, hnígur sól hvín í náttúrunni. (Gísli Halldórsson). 2. Hverfur burt með sumri sól og sá, er kveða kunni. (Lára Samúelsdóttir, 13 ára). 2. Hefur ekkert öruggt skjól eða björg í munni. 2. Láttu drottinn lýsa sól litlum, svöngum munni. ('Klaufi). Hér eru botnar við fyrri vísuhelm- ing eftir ýmsa úr Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Færir yfir fölnað skraut frostins rúnaletur. En útsýn sú er andinn naut aldrei föltiað getur. Yfir blómabarði og laut birtist dauðans letur. Fölt þó aftur foldar skraut fegrað vorið getur. Blikna sé ég blómalaut beiskju að liuga setur. En við kuldans klakaþraut krummi unað getur.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.