Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 35

Vorið - 01.03.1949, Blaðsíða 35
V O R I Ð 31 Við síðari visuhelming, einnig úr Saurbœjarhreppi i Eyjafjarðarsýslu: En voldug þrá, sem vorið ól vex á traustum grunni. Sæll er áður sat á hól söng þau Ijóð er kunni. Fönnin mjúka færir skjól frjóum jarðargrunni. Fokið er í flest þau skjól, sem forðum heitt ég unni. Hjarðir renna heim á ból við hóið hvellt tir munni. Lengjast skuggar, lækkar sól ljóðin falla af munni. „Vorið" þakkar öllum þeirn, sem sent liafa vísubotna. Einnig hefur einn bréfritarinn sent nýjan vísu- helming, sem óskað er eftir að sem flestir botni. Hann er svona: Þrái ég að leika lag létt á gítarstrengi. Og sendið nú marga snjalla botna við þennan vísuhelming. Skriftavísur Okkur höllum, okkur höllum ögn til hægri, sko! Höldum i hendur saman, hce, pað verður gaman. Jafnir liáir, jafnir lágir Jónsi, skrifar svo. Ekki hvassir, ekki þröngir. Allir syngja í kór: Að gera olikur gleiða, geispandi og leiða. Það er kattar — það er kattar — Það er kattarklór. V. Ö. Óli litli var nýkominn úr skólanum og á nú að segja mömmu sinni, hvað hann hafi lært. Hann gerir lítið úr því og segir ,að það hafi eiginlega ekki ver- ið neitt sérstakt. En þegar móðir hans fer að grennslast eftir, hvað hann hafi lært í hverri námsgrein, nemur hann staðar við biblíusögurnar. „Hvað lærðir þú í þeim?“ spyr móðir hans. „Ekkert sérstakt,“ svaraði Óli. „En segðu mér samt frá einhverju, sem þið lásuð um,“ segir móðir hans. „Jú, það var um mann og konu, sem fóru inn í garð til að stela eplum. En svo sást til þeirra, og maðurinn, sem átti garðinn, ég held að hann hafi heit- ið Gabríel, kom svo og rak þau út.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.