Vorið - 01.03.1949, Page 36

Vorið - 01.03.1949, Page 36
32 VORIÐ LATI DRENGURINN Það voru einu sinni tvíburar, annar liét Pétur en hinn Óli. Þeir voru líkir ásýndum, en Pétur var latur til vinnu, og líktist í því efni ekki bróður sínum. En Óli vann alla daga og hjálpaði til við verkin á heimilinu. Pétur lá bara í leti og hugsaði ekkert um störfin. Móðir þeirra var dáin fyrir löngu, og þeg- ar pabbi þeirra var orðinn gamall, höfðu menn áliyggj uraf því, hvernig færi með heimilið eftir lians daga. Pabbi þeirra vildi helzt ekki láta Pétur fá helming eignanna, því að honum fannst Óli hafa unnið til þeirra með því að vinna fyrir heim- ilið alla daga og langt franr á kvöld. Pétur var áhugalaus fyrir búskap og öllu öðru, liafði aldrei unnið neitt og var víst óhæfur til allrar vinnu. En eigi að síður neyddist faðirinn til að skipta eignum sínum jafnt á milli þeirra. Og dag nokkurn dó hann. Það leið ekki á löngu fyrr en Pét- ur og ÓIi urðu óvinir. Óli varð óánægður við bróður sinn, og fannst það ósanngjarnt, að hann yrði einn að vinna. Pétur lá og svaf eða las í bók við eldavélina, en hjálpaði bróður sínum ekkert við verkin, þó að nóg væri að gera. En Óli komst ekki yfir verkin einn. Jafnvel á lít- illi jörð er alltaf nóg að gera. „Þú verður að vinna með mér,“ sagði Óli, „annars kemst ég ekki yf- ir verkin. Hér er of mikið starf fyrir einn mann.“ „Ég á helminginn af jörðinni, og ræð því sjálfur, hvað ég geri,“ sagði Pétur. „Ég kæri mig ekki um að slíta mér út.“ Þá varð Óli gramur. „Fyrst þú átt helminginn, ertu skyldugur til að hjálpa til við heim- ilisstörfin. Ef þú værir einn að verki eins og ég, þá hefðir þú gefist upp-“ „Ég get vel komist af einn,“ sagði Pétur. „Því á ég erfitt með að trúa,“ sagði Óli. „Og ef þú getur sannað það, þá skaltu fá minn liluta af jörð- inni.“ Þá neri Pétur saman höndunum og sagði: „Jæja, erum við þá ásáttir um það, að þú farir í burtu og komir aftur eftir fimm ár. Ef jörðinni verður þá jafn vel viðhaldið og hún er nú, fæ ég alla jörðina, en ef ég hef ekki getað haldið í horfinu, þá færð þú hana.“ Oli gekk að þessu, því að hann var orðinn leiður að Iiorfa á þenn- an lata bróður, og ef hægt var með þessu að fá hann til að vinna, vildi hann fórna til þess sínum hluta af

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.