Vorið - 01.03.1949, Side 41

Vorið - 01.03.1949, Side 41
VORIÐ 37 ekki var kominn á flug. Kári fékk nú ekki lengur að elta ungann. Ég tók liann upp í lófa minn og athug- aði, hvort hann væri nokkuð meiddur, en það var ekki sem bet- ur fór. Þá setti ég hann í hreiðrið aftur. Svo liélt ég heimleiðis. Þar lýkur sögunni um hestaleitina. Viðar Sigurbjörnsson, 14 ára. —o— ÞEGAR KISA DRAP FUGLINN. Ég var um tíma í sveit í sumar og var á bæ, sem heitir Melur í Skagafirði. Þar var köttur, senr átti einn kettling. Systir mín var með mér þar á bænum og við sváfurn saman í herbergi. Einn morgun vöknuðum við frekar snemma, og þegar við litum út um gluggann, sá- um við kisu úti í veiðihug. Ég sá, að hún var að reyna að ná í fugl, sem sat uppi í tré, en kisa hnipraði sig saman skammt frá trénu. Svona beið ltún lengi. Loks flaug fuglinn niður úr trénu. Hann settist á þúfu þar skammt frá, en kisa læddist á eftir. Allt í einu stökk kisa á fugl- inn og drap hann, hún kom hlaup- andi inn og gaf kettlingnum sínum fuglinn. Oft hef ég séð kisu veiða fugl handa kettlingnum sínum eft- ir þessa veiði. Sigriður Hannesdóttir, 10 ára. KISI MINN. Einu sinni var mér gefinn kettl- ingur. Þá fór ég að taka eftir því, hvað það er gaman að leika sér við dýrin. Mér þótti hann Ijómandi fallegur, hann var hvítur með svartar doppur á bakinu, og brönd- ótt skott. Kisi varð fljótt óhreinn; þá þurftum við systurnar að baða hann .Það gekk nú ekki vel, því að kisi vildi ekki láta baða sig, honum var illa við vatnið. Við systurnar áttum margar ánægjustundir að leika okkur við kisa. Hann var svo vitur. Það var hægt að leika sér við hann, alveg eins og krakka. Honum þótti gaman að fara í feluleik. Ég faldi mig bak við liurð, þá kom hann á harða spretti og leitaði; þá fann hann mig. Þá stökk hann á stað. Stundum faldi hann sig í bréf- poka, sem hann fann á gólfinu. Þegar við vorurn úti, skauzt hann fyrir húshorn og vildi láta mig elta sig. Svo var það einn morgun, að kisi var úti og kemur inn. Þá tók nramma eftir því, að hann var bólg- inn undir kverkinni, og var alltaf hóstandi. Kisa batnaði ekki. Mamma hringdi til Brynju Hlíðar lyfjafræðings og bað hana að koma og líta á kisa. Svo kom hún og skoð- aði kisa og skaffaði honum skammta.. Kisi litli var svo mikið veikur, að við héldum að hann myndi deyja. Mamma blandaði skömmtunum út í mjólk, og hellti

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.