Vorið - 01.03.1949, Page 42

Vorið - 01.03.1949, Page 42
38 V O R I Ð því ofan í hann. Litli kisi var þægur sjúklingur, hann lofaði mömmu að hella ofan í sig, því að ekkert gat hann lapið. Svo batnaði honurn af skömmtunum. Maríanna Bjarnadóttir. —o— ÓSKIRNAR. Ég lá andvaka uppi í rúminu mínu og var að hugsa. Sólin var að ganga til viðar og rauðgullnum ljjarma sló um herbergið. Allt í einu hrökk ég upp við það, að ég heyrði lágt þrusk fyrir aftan mig. Leit ég þá við og sá, hvar kona stóð rétt fyrir aftan mig. Kona þessi var há og tíguleg. Var hún í hvítum kyrtli og féll þykkt, svart hárið nið- ur herðar hennar. Hiin gekk nær mér og sagði: „Vertu ekki hrædd við mig, því að ég geri þér ekki neitt, ég er hingað komin til að gefa jiér þrjár óskir, og mátt þú óska þér hvers sem Jrú vilt.“ Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja, svo hissa varð ég. Loks gat ég stunið upp: „Er þe- þetta sa-satt?“ Konan brosti ástúð- lega til mín og sagði: „Já, þetta er satt, en vertu nú fljót að óska þér.“ Ég hugsaði mig um í litla stund, en byrjaði svo: 1. „Ég óska mér þess, að ég verði alltaf góð og hlýðin stúlka. 2. Ég óska mér Jiess, að foreldrar mínir og ég verði alltaf við góða heilsu. 3. Og seinasta óskin mín er það, að ég fái að ferðast eitthvað út í heim og fái að skoða mig um í heim- inum.“ Þegar ég hafði lokið við að segja þetta, kom hún að rúminu til mín og klappaði mér á kollinn og sagði: „Allar J^essar óskir Jnnar skulu ræt- ast, og muntu verða liamingjusöm allt þitt líf.“ Að svo mæltu hvarf hún út úr dyrunum eins hljóðlega og hún kom. En ég sat eftir í rúm- inu mínu og liorfði á dyrnar. En hinztu geislar kvöldsólarinnar dóu út. Hrefna Jakobsdóttir. Bréfaskipti Óskum eftir bréfaskiptum: 1. Soffía Guðrún Jónsdóttir (15—18 ára), Gröf, Gufudalssveit, A.Barð. 2. Sigurður V. Kristinsson (11—13) Merki Djúpavogi. 3. Ingibjörg Fríður Leifsdóttir (10—11) Harðangri, Raufarhöfn. 4. Gunnar Benediktsson (11), frímcrkja- safnari), Víðigerði, Reykholtsdal. 5. Ólafía Bjarney Ólafsdóttir (10—11) Krókf jarðarnesi, Geiradal, A.Barð. 6. Guðný H. Árelíusdóttir (11—14) Geld- ingsá, Svalbarðsströnd S.Þing. 7. Lilja G. Árelíusdóttir (11—14) s.st. 8. Helga Bjarnadóttir (11—13) Þórsmörk, Selfossi. 9. Guðný Guðmundsdóttir (13—16) Eyj- ólfsstöðum, pr. Djúpivogur. 10. Sigrún Helgadóttir (12—14) Þórustöð- um, Eyjafirði.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.