Vorið - 01.03.1949, Side 43

Vorið - 01.03.1949, Side 43
V O R I Ð 39 11. Sigríður Árnadóttir (13—14) Þverá, Eyjafirði. 12. Friðdóra Tryggvadóttir (12—14) Ytra- Hóli, Eyjafirði. 13. Rósa J. Kristmundsdóttir (14—15) Melrakkadal, Víðidal, V.Hún. 14. Baldur Sigurðsson (12—14) Lundar- brekku, Bárðardal. 15. Jón Steinar Baldursson (12—13) Stóru- völlum, Bárðardal. 16. Haukur Harðarson (12—13) Svartár- koti, Bárðardal. 17. Jón A. Hermannsson (11—12) Hlíð- skógurn, Bárðardal. 18. Jón K. Karlsson (11-12) Mýri, Bárð- ardal. 19. Guðrún Árnadóttir (14—15) Völlurn, Ytri-Njarðvík. 20. Arnór Karlsson (13—15) Gýjarhólskoti Biskupstungum. 21. Margrét Karlsdóttir (12—14) s. st. 22. Gunnár Karlsson (8—10) s.st. 23. Viðar G. Sigurbjörnsson (14—16) Höfðahúsum, Fáskrúðsfirði. 24. Ragnar Kristjánsson (12—13) Mikla- garði, Höfn, Hornafirði. 25. Ævar Kristjánsson (12—13) Bjargi, Höfn, Hornafirði. GAMAN OG ALVARA Það var verið að kenna um átthagafræði í fyrsta bekk, og rætt um ýmsar tegundir hunda. Börnin nefndu fjárhunda, veiði- hunda og varðhunda. ICennslukonan vildi einnig, að þau nefndu stofurakkana og spurði, hvað þeir hundar kölluðust, sem ekkert gagn gerðu. Lítill drengur svaraði: „Þeir cru kallaðir letihundar!" Jóni litla var gefin fallegur loftbelgur á barnadaginn. Um kvöldið, þegar liann háttaði, vildi hann binda loftbelginn við rúmið og var það gert. Morguninn eftir vaknaði hann snemma, og það fyrsta sem hann leit eftir, var auðvitað loftbelgurinn. Gasloftið hafði farið úr honum, og hann lá saman- fallinn á gólfinu. Þegar Jón sá þetta hróp- aði hann: „Mamma, mamma, það hefur liðið vfir loftbelginn!" Beta litla Jtriggja og hálfs árs, fer dag- lega með móður sinni í mjólkurbúðina. Á leiðinni fóru Jiær fram hjá húsmæðra- skóla, sem stendur á dálítilli hæð í fall- egum trjágarði. Dag nokkurn sá Beta kött, sem labbaði virðulega upp grasflötinn heim að skólanum. Beta nam staðar, leit hugsandi á köttinn og segir með með- aumkun í rómnum: „Heyrðu kisa, ætlar þú nti að fara að læra húsmæðraáhyggj- ur!" Hans er lítill Jiriggja ára fjörugur drenghnokki. Hann var dag einn dálítið lasinn og móðir hans sagði, að hann yrði að liggja í rúminu. Þetta líkar Hans mjög illa og biður hann stöðugt um að mega fara á fætur. Frænka lians, sem er stödd Jtar af tilviljun maldar í móinn og segir: „En Jrú verður að vera í rúminu, Hans, Jtví að þú hefur hita." Þá svaraði Hans: „Nei,«5g hef engan hita, þvi að mamma hefur tekið hann." Eitt kvöld sagði mamma við Pétur litla, þegar lnin hafði háttað hann, að nú skyldi hann fara með kvöldbænirnar. „Mamma, Jni hefur s#gt, að ég ætti að biðja góðan guð um að ég geti orðið góð- ur og hlýðinn drengur." „Já, Pétur. Hefurðu þá gert það?" Pétur kinkaði kolli. „Oft mamma, en það ber engan árang- ur. Eg er hræddur um að guð heyri illa."

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.