Vorið - 01.06.1956, Síða 5
V O RIÐ
43
teknar með myndavél, sem Árni
hefði fengið lánaða. Svo gæti hann
selt myndavélina og gefð einhverj-
urn fátæklingi andvirði hennar. Og
svo ætlaði hann að vera heiðarlegur
alla ævi.
iÞarna kom Árni. Hann beygði
fyrir hornið.
„Bíddu, Árni,“ kallaði hann.
Tómas hljóp til félaga síns.
„Nokkuð í fréttum?“ spurði
Tómas. Það var hin venjulega
spurning er þeir hittust.
„Nei, en segir þú nokkrar nýj-
ungar?"
Tómas þorði ekki að líta í augun
á Árna, hann óttaðist að leyndar-
málið mundi sjást á svip hans.
Hann svaraði ekki þegar í stað.
„Ég get að minnsta kosti sagt, að
verið getur, að ég fái myndavél."
„Að verið geti? Hefurðu fengið
hana?“
„Ekki að spyrja, ég segi aðeins
ef til vill.“
„Jæja, en hvers vegna ef til vill?“
„Jæja, Árni. Ég get sagt þetta
með vissu. Ég fæ myndavél."
„Alveg öruggt?“
»Já.“
Og nú hringdi bjallan. Tómas
var ánægður yfir að Árni gat ekki
spurt um fleira.
Þeir fóru í raðir og gengu inn.
Þegar þeir voru seztir í skólastof-
unni, sáu þeir að sæti Jóns var autt.
Kennarinn settist við kennara-
borðið, leit yfir stofuna og sagði
lágt, eins og við sjálfan sig: „Jón
vantar."
Tómas og Árni sátu saman. Þeir
litu hvor á annan og hugsuðu báðir
það sama: Hvernig verður það með
útileguna, ef Jón er orðinn veikur?
Jón átti prímus. Þeir gátu ef til vill
fengið prímus að láni, en ferðin
yi'ði ekki eins skemmtileg, ef hann
yrði ekki með. Jón mátti ekki verða
veikur. Og ekki var enn víst, hvort
hann væri veikur.
„Hann hefur getað sofið yfir
sig,“ hvíslaði Tómas að Árna. „Eða
hann hefur fengið magakveisu, það
tók aðeins tvo daga, þegar mér varð
illt í maganum um daginn," svaraði
Árni lágt.
„Hljótt,“ sagði kennarinn. „Opn-
ið lesbókina á blaðsíðu 33.“
En um leið opnuðust dyrnar og
Jón kom inn. Hann staðnæmdist
við dyrnar og var reiðubúinn að
svara spurningum. Hann var sveitt-
ur og þreytulegur.
Hvers vegna kemur þú of seint?“
spurði kennarinn.
„Ég, ég, en svo er mál með vexti,
að mamma kom til mín í skólann í
gær. Hún týndi armbandsúrinu
sínu á leiðinni lieim, og svo var ég
að leita eftir því, en fann það ekki.“
„Það var leiðinlegt. Farðu í sæt-
ið þitt,“ sagði kennarinn.
Tómas dró þungt andann og
starði á Jón. Jón settist í sætið sitt
við gluggann og leit til þeirra
Tómasar og Árna. Hann kinkaði