Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 9
VORIÐ
47
og er hún talin þriðja stærsta borg
Svíþjóðar.
Hún er gamalt fiskiver, sem hef-
ur vaxið ört og er nú mikil iðnað-
ar- og verzlunarborg. Við gengum
lítið eitt um borgina og skoðuðum
fegurð hennar á meðan við biðum
eftir ferjunni.
Þingið.
Eins og fyrr greinir, fór þessi ís-
lenzki hópur þessa ferð til þess að
sitja sem fulltrúar á þingi alþjóða-
félagsskapar, sem nefnist á ensku:
áVorld Friendship Federation, sem
mætti jiýða á íslenzku með orðun-
um: Alheims vinasamband. 'Þessi
félagsskapnr starfar með það fyrir
augum, að auka samvinnu og skiln-
ing milli þjóða.
Á þetta þing komn um 360 ungl-
ingar frá flestum löndum Evrópu
og Norður-Ameríku. Þarna voru
flutt erindi um ýmis mál varðandi
samvinnu og samkomulag þjóð-
anna. Síðan var öllum þingmönn-
um skipt niður í hópa, þar voru svo
samdar spurningar til ræðumann-
anna, bornar fram og síðan svarað.
Meðal ræðumanna voru þeir
Tulius Bomholt, menntamálaráð-
herra Dana, og H. C. Hansen, for-
sætisráðherra. Þingið stóð yfir í tvo
daga, en að því loknu var okkur
öllum boðið á skemmtun í K. B.
höllina. Þar fórn fram úmis
skemmtileg atriði, svo sem tónlist,
flutt af æskulýðshljómsveit, kór-
Skoti aö leilid d sekkjapipu.
söngur, látbragðsleikir, einleikur á
liörpu og ýmsir fleiri leikir. Það
var mjög skemmtilegt kvöld.
Færeyjar í heimleiðinni.
Seinustu dagana var hópnrinn
lítið saman, en ég fór með fjöl-
skyldunni á baðstrendur og í öku-
ferðir.
Brátt kom að því, að við skyld-
um leggja aftur á haf út ,og þann
30. ágúst skildum við við þessa
góðu vini, sem við höfðum kvnnzt.
Veðrið til Færeyja var yndislegt,
og við dönsuðum, lékum og sung-
um á leiðinni eins og áður.
í Færeyjum eyddum við okkar
síðasta eyri til að kaupa bíl að ein-