Vorið - 01.06.1956, Side 10
48
V O R 1 Ð
um frægasta stað eyjanna, Kirkju-
bæ. Hann er á sömu eyju og Þórs-
höfn. Þar bjó Jóhannes Patursson,
kóngsbóndi ,skáld og merkismaður,
sem var nokkurs konar Jón Sig-
urðsson Færeyinga. I-Iann var
kvæntur íslenzkri konu. Nú býr
þar sonur hans, Páll Patursson,
kóngsbóndi.
í kaþólskum sið voru Færeyjar
sérstakt biskupsdæmi og sátu bisk-
upar í Kirkjubæ. Þar mátti heita
að væri höfuðstaður eyjanna. Þar
ólst upp Sverrir Sigurðsson, síðar
N oregskonungur.
í Kirkjubæ stendur kirkjutótt,
mikil og vegleg, úr höggnum
steini, helguð Þorláki Skálholts-
biskupi. Kirkja þessi var gerð um
1300 og átti að jafnast á við dóm-
kirkjur annarra landa. En luin var
aldrei fullgerð og komst ekki undir
þak, því að fé skorti. En tóttin
stendur, sem minnisvarði um hina
djarfhuga menn, sem lögðu í slíkt
stórræði.
Það var nokkuð erfitt að komast
í stórum bíl að bænum, þar sem
vegir eru mjög þröngir og á mörg-
um stöðum snarbratt niður í sjo,
og svo mun vera um allar eyjarnar.
Færeyingar eiga nokkuð rnarga bíla
og þá ekki af lakara taginu, en að
sjálfsögðu komast þeir ekki langt á
þeim. Gamalt, færeyskt máltæki
segir :„Bundinn er bátlaus maður,“
og er mikill sannleikur, sem felst i
því.
Síðasti spölurinn.
Jæja, við kvöddum svo Færeyjar
eftir skamma viðdvöl og héldum
enn á haf út.
Við hrepptum slæmt veður heim
og flestir voru sjóveikir, en það tók
nú allt saman enda, og þann 5.
september sigldum við í höfn i
Reykjavík. Þá var nístingskuldi og
Hin mikla kirkjutótt að Kirkjubœ.