Vorið - 01.06.1956, Síða 14

Vorið - 01.06.1956, Síða 14
52 VORIÐ COX: Og svo er það líka olían, sykurinn og uppkveikjan. FRÚ BOUNCER: Þér haldið þó ekki, að ég hafi stolið þessu, eða hvað? Eg hef aldrei á ævi minni stolið. Að hugsa sér, að ég steli kolum frá leigjendum mínum. Nei, ég hef aldrei. . . . COX: Ég sagði aldrei að jtér hefð- uð stolið þessu, frú Bouncer. — En ég held varla, að kötturinn hafi stolið þessu. Kettir stela mjólk og kjöti, en ekki kolum og eldivið, né sykri til að. . . . Og svo er það eitt enn, frú Bouncer: Hvernig ætli standi á því, að þegar ég kem heim á kvöldin, er herbergið oft fullt af reyk? FRÚ BOUNCER: Ég held, að það hljóti að vera frá arninum. COX: Ég á ekki við kolareyk. — Reykið þér pípu, frú Bouncer? FRÚ BOUNCER: Nei, sannarlega ekki, herra Cox. C.OX: Hver er það þá? FRÚ BOUNCER: Leigjandinn í litla herberginu hérna fyrir ofan yður reykir úr .pípu. Og svo hlýt- ur reykurinn að koma niður um gólfið. COX: Reykur berst aldrei niður á við, heldur ætíð upp á við. En er það kannske maður- inn, sem er alltaf á leið niður stigann, þegar ég fer upp? Er það hann, sem býr þarna uppi? FRÚ BOUNCER (skelkuð): Ja, - já — nei — jú, auðvitað. COX: Það er víst kominn tími til þess fyrir mig að fara. Sælar á meðan, frú Bouncer. (Fer út.) FRÚ BOUNCER: Ja, mikið var að hann fór. Ég var orðin dauð- hrædd um, að herra Box kæmi áður en hinn fór. Ég var orðin svo voðalega hrædd. En þetta var nú samt nokkuð góð hugmynd hjá mér að leigja þeim báðum herbergið. — Og hvorugur veit um það. — Ég fæ dágóða leigu frá þeim báðum — tvöföld leiga — fyrir eitt herbergi. Ég vildi bara óska, að ég gæti fengið svo góða leigu fyrir hin herbergin mín. — Nú, ég verð víst að koma öllum munum herra Cox burtu sem fyrst, áður en herra Box kemur. Það væri ekki gott, ef hann kæmi auga á þá. BOX (fyrir utan — talar hátt): Hvers vegna getið þér ekki geng- ið réttu megin í stiganum? Þér voruð rétt búnir að hlaupa mig um koll. Það er skárra. COX (einnig fyrir utan): iÞað var yður að kenna. BOX: Það var alls ekki mér að kenna. Þetta var yðar sök. Alveg áreiðanlega yðar sök. COX: Þér áttuð að líta eftir því, hvort nokkur kæmi niður stig- ann. BOX: Og þér ættuð einnig að gera yður Ijóst, hvert þér eruð að fara. (Kemur inn um leið.) — Segið mér, frú Bouncer, hver er þessi

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.