Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 15
V O R I Ð
53
mannfígúra, sem mætir mér allt-
af í stiganum, 'hvort sem ég er að
koma eða fara?
FRÚ BOUNCER (hrædd): O - já,
— já ,auðvitað. Ja, það er maður-
inn, sem býr í litla herberginu
hér fyrir ofan okkur.
BOX: Ég gæti ímyndað mér að at-
vinna hans stæði í einhverju sam-
bandi við hatta, því að hann er
með nýjan hatt á hverjum degi.
Það mætti segja mér, að hann
annað hvort seldi hatta eða byggi
þá til. Það kæmi mér ekki á
óvart, þótt hattarnir, sem hann
gengur með, væru einmitt jaeir,
sem hann gæti ekki selt.
FRÚ BOUNCER: Já, hann vinnur
í hattaverzlun. Er annars nokk-
uð, sem ég get gert fyrir vður,
herra Box?
BOX: O, nei, nei, frú Bouncer, en
ég þakka yður samt kærlega fyr-
ir. (Frú Bouncer fer út.)
BOX: Jæja, mér veitir víst ekki af
að halla mér, eftir að hafa unnið
í alla nótt. Æ, það verður gott að
sofna núna stundarkorn. — En
ég þarf nú líka að fá mér eitt-
hvað að borða. — Hvort á ég nú
að gera fyrst, gleypa í mig morg-
unmatinn áður en ég leggst í
rúmið, eða gleypa í mig rúmið
áður en ég leggst í morgunmat-
inn? Æ, hvaða þvættingur. Ég
meina auðvitað leggjast í rúmið
áður en ég gleypi í mig morgun-
matinn. — Jæja — það er þá bezt
að byrja á því að borða. — (Snýst
í herberginu.) — Nú — hvar eru
nú eldspýturnar? Ég skildi stokk-
inn eftir hérna á borðinu. — F.ld-
spýtur geta nú varla gengið sjálf-
ar. — Þær eru alls ekki hér núna.
(Litast um.) — Þarna er eldspýtu-
stokkur á arinhillunni. Það
eru mínar. (Opnar stokkinn.) —
Það hefur einhver notað jaær. —
Það hlýtur að vera frú Bouncer.
— Og það er bara ein eftir. —
Jæja. (Hann kveikir gætilega á
eldspýtunni og kveikir undir
pottinum .Síðan tekur hann fram
lítinn pott. Hann lyktar úr pott-
inum.) — Hver þremillinn. Frú
Bouncer hefur notað pottinn
minn. Síðast sauð ég í honum
egg, en nú lyktar hann af úldn-
um fiski. Jæja, þetta þarf að at-
huga. En hvar lét ég nú kjötbit-
ann, sem ég keypti mér í morg-
un? (Leitar í öllum vösum.) —
Jæja, þarna kemur hann. (Hann
tekur lítinn bögull upp úr ein-
um vasa sínum, vefur af honum
umbúðirnar og koma þá í Ijós
nokkrir litlir kjötbitar. Hann
lætur þá í pottinn.) Jæja, það er
víst bezt að fá sér ofurlítinn
blund á meðan kjötið er að
soðna. — (Síðan leggst hann í
rúmið, breiðir teppi ofan á sig
og sofnar brátt. Skömmu síðar
kemur Cox inn. Hann sér ekki
Box.)
COX: Ja ,nú er ég aldeilis forviða.