Vorið - 01.06.1956, Side 19
VORIÐ
57
grunur minn, að framtíð mín
muni ekki verða mjög hamingju-
söm.
COX: Nú, hvers vegna skylduð þér
ekki geta orðið hamingjusamur í
framtíðinni með góðri konu, sem
elskar yður?
BOX: Eg er nú ekki alveg viss um,
að hin tilvonandi eiginkona mín
elski mig raunverulega, því að
sannast að segja held ég að Pene-
lópe Ann elski auðæfi og muni
þar af leiðandi velja sér auðugan
eiginmann.
COX: Penelópe Ann?
COX: Frá Marargötu?
BOX: Alveg rétt.
COX: Og teijið þér hana sem til-
vonandi eiginkonu yðar?
BOX: Já, vissulega. Það geri ég.
COX: Og álítur hún yður sem til-
vonandi eiginmann sinn, má ég
spyrja?
BOX: Já, það gerir hún. Hún hef-
ur ákveðið að giftast mér.
COX: En nú get ég einnig sagt yð-
ur nokkuð: (Gengur nær.) Pene-
lópe Ann hefur þegar ákveðið að
giftast mér. Já, hafið það — þér,
þarna, prentari.
BOX: Og hún hefur nú þegar
ákveðið að giftast mér, þér, þér
þarna hattaprangari. Og nú er
ekkert því til fyrirstöðu að við
berjumst, þar til yfir lýkur. —
(Þeir kalla báðir: Frú Bouncer-
— Frú Bouncer!)
FRÚ BOUNCER (kemur hlaup-
andi inn): Hvað er á seyði, herr-
ar mínir?
BOX: Komið með tvær byssur!
FRÚ BOUNCER: Já, herra minn.
COX: Bíðið andartak. Þér ætlið þó
ekki að segja mér, þér þarna
vesæla kona, að þér hafið hlaðn-
ar byssur í húsi yðar?
BOX:: Gjörið strax það, sem ég hef
skipað.
(Frú Bouncer hleypur út.)
COX (snýr sér að andstæðingi sín-
um): Hver er skoðun yðar á
deilu miili tveggja andstæðinga.
Haldið þér að þeir eigi að berj-
ast?
BOX: Mín skoðun er sú, að menn
eigi alls ekki að berjast, heldur
útkljá deilumál sín á friðsamleg-
an hátt.
COX: Það er einnig skoðun mín.
En hvað eigum við þá að gera?
BOX: Mér dettur ráð í hug. Við
skulum varpa hlutkesti. Hérna
eru tveir krónupeningar. Ef tal-
an einn kemur upp á minni
krónu, þá vinn ég. Já, þetta er
ágætt. — (Þeir taka hvor sína
krónu.)
COX: Eruð þér tilbúnir? Þá byrj-
við. En þér athugið það, að ef
talan einn kemur upp á hvorugri
krónunni, þá vinnur hvorugur.
BOX (kastar krónunni): Talan
einn!
COX (kastar sinni krónu); Talan
einn!