Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 21

Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 21
V O R I Ð 59 lega ákafur í að kvænast þessari konu. FRÚ BOUNCER (stingur höfðinu inn um gættina): Jaeja, litla her- bergið uppi er nú tilbúið. BOX: Heyrðu Cox. COX: Já, hvað er það? BOX: Ég lield nú í raun og veru, að okkur gæti komið prýðilega saman um marga hluti. COX: Já, ég er nú ekki alveg frá því. BOX: Jæja, finnst yður þá ekki kjánalegt af okkur að skilja og búa aftur í þessu einbýli? COX: Ja, sannast að segja, þá held ég nú, að við eigum alls ekki að skilja. Það væri mjög heimsku- legt af okkur að skilja, þegar við getum komið okkur fyrir á svona þægilegan hátt í einu herbergi. BOX: Og finnst yður ekki, að frú Bouncer sé ákaflega þægileg við okkur? COX: Jú, mér finnst það sannar- lega. BOX: Það gleður mig. COX: Já, það gleður mig einnig. (Frú Bouncer kemur inn.) FRÚ BOUNCER: Og ég verð víst að gera mig ánægða með einfalda leigu. BOX og COX: Þá verðum við sannarlega ánægðir. Gamlar vögguvísur Blunda barnið ljúfa, því guð oss öllum gefur góða nótt að vanda, unz morgunsólin skín. Dagsins harpa er þögnuð og döggvot jörðin sefur, en drottinn aleinn vakir og svæfir börnin sín. Á meðan sól um óttu sig í fjarska felur og fagurhvítir svanir dotta á heiðatjörn, drottinn aleinn vakir og dagsins óskir telur, en draumum strá frá himnunum lítil englabörn. Já, sofðu litla ljúfa, ég syng um þig og vorið og sendi heitar bænir upp í himininn. Á morgun verður sólskin og mörgum létt um sporið. Á morgun leikur vorið um bjarta kollinn þinn. H. J. M.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.