Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 23

Vorið - 01.06.1956, Qupperneq 23
V O R I Ð 61 — Ég á ekki nógu mikla peninga til að kaupa bíl. — Átt þú ekki eins mikla pen- inga og pabbi? — Nei, líklega ekki. Ég á að minnsta kosti engan bíl. — Vantar þig mikið af pening- um til þess að geta keypt bíl? — Já, mig vantar nokkuð mikið? — Meira en hundrað krónur? — Já, ég er hræddur um það. — Ég á hundrað krónur, sem ég iekk í afmælisgjöf. Á ég að lána þér þær? — Ég þakka þér kærlega fyrir, en ég er hræddur um að það verði ekki nógu mikið. — Pabbi á kannski peninga. Pabbi getur lánað þér. — Nei, við skulum láta það bíða. Ég vinn kannski í happdrætti, og þá get ég keypt mér bíl. En litla vinkona mín skildi víst ekki þetta síðasta og beindi enn talinu að öðru: — Ég fer bráðum til Reykjavík- ur með pabba og mömmu. Hefur þú komið til Reykjavíkur? - Já, ég hef komið þangað nokkrum sinnum. En ætlar þú í bíl eða flugvél? — Ég vil heldur fara í bíl. — En ég á frænda í Reykjavík, sem er flugmaður. Þekkir þú Billa? — Já, ég þekki Billa. — Og Lilli er líka flugmaður. Þekkir þú hann? — Já, ég þekki Lilla. — Þeir eru duglegir flugmenn báðir. — Hefur þú farið með flugvél? — Já, ég hef nokkrum sinnum ferðast með flugvél. — Detta flugvélar aldrei niður á jörðina? Ég er svo hrædd um að þær detti. — Nei, það kemur sjaldan fyrir. — Deyja menn þá ef flugvélam- ar detta? — Já, oftast. — Og fara menn þá til guðs? - Já- Nú verður litla stúlkan alvarleg. Pjakkar nokkrum sinnum niður í stéttina með nýju rekunni sinni, en segir síðan: — Ég fer í bíl með pabba mín- um. Bílar geta ekki dottið. Og svo keyrir pabbi líka sjálfur. Kannt þú að keyra bíl? — Nei, ekki enn, en ég þarf að læra það, ef ég kaupi mér bíl. — Pabbi þurfti ekki að læra að aka bíl. Hann hefir alltaf kunnað það. — Jæja, en ætlar þú að læra að aka bíl? — Já, þegar ég verð stór. En ég ætla ekki að fljúga. Ég er svo hrædd um að flugvélin detti. — Nei, það er nú engin hætta á því. — Ætlar þú að læra að stýra flug- vél? — Nei, ég er orðinn svo gamall. — Hvað ertu gamall?

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.