Vorið - 01.06.1956, Side 27
V O RIÐ
65
„Ég ætla að hugsa um þetta í
dag.“
„Já, ég hringi til þín í kvöld. Ég
trúi ekki öðru en að þú komir með
mér.“
Dagurinn leið. Og Steini litli
hugsaði stöðugt um þetta tvennt —
stúkufund og kvikmyndasýnfngu.
Þegar hann hafði ákveðið að fara
á stúkufundinn, viar eins og
hvíslað væri að honum: En þú fa*rð
aldrei að sjá Tarzanmyndina.
En þegar hann hafði ákveðið að
sjá myndina, þá var eins og liann
heyrði ósköp lágt hvíslað: Jæja,
karlinn. Þú ætlar þá að svíkja
barnastúkuna þína.
Þetta tvennt barðist í 'huga hans
allan laugardaginn. En hann sagði
engum frá því.
„Það er barnastúkufundur á
morgun. Er það ekki?“ spurði móð-
ir hans.
„Já,“ sagði Steini ósköp lágt.
„Gæzlumaðurinn sagði mér um
daginn, að þú værir einn a'f beztu
félögum stúkunnar og mættir á
hverjum fundi. Mér þótti vænt um
að heyra þetta."
iÞetta kom við hjartað í Steina.
Svo að gæzlumaðurinn sagði þetta.
Það var ófært að sleppa fundinum.
Hann skyldi ekki svíkja stúkuna.
Nú vissi hann, hvað 'hann ætlaði að
gera. Nú vissi hann hverju hann
ætti að svara Nonna. Og honum
leið eitthvað svo vel, þegar hann
hafði tekið þessa ákvörðun. Það var
víst þetta, sem mamma hans kallaði
að hafa góða samvizku.
Skömmu síðar hringdi síminn.
Nonni var í símanum.
„Jæja, Steini. Ætlarðu þá ekki að
koma með mér að sjá myndina á
morgun?"
„Nei, ég ætla á stúkufundinn."
„Hvað segirðu, drengur. Ætl-
arðu að svíkja mig?“
„Ég hef aldrei lofað þér neinu,
svo að ég hef ekkert að svíkja. En
nú er ég búinn að hugsa mig um og
þetta er ákveðið."
„Aldrei hefði ég trúað, að þú
værir svona slæmur félagi."
„Það ert þú sjálfur, sem ert
slæmur félagi. Þú ætlar að svíkjast
um að koma á stúkufundinn, en
vilt ekki koma þangað með mér.
Og þó var ég meðmælandi þinn,
þegar þú gekkst í stúkuna.“
„Ég slæmur félagi. Ég geri það.
sem er meira gaman.“
„Þá kærirðu þig ekki um félags-
skap við mig, ef þú vilt ekki koma
með mér á stúkufundinn."
„Jæja, kannski ég komi þá með
þér á stúkufundinn. Ég kem heim
til þín á morgun og við verðum
samferða."
„Ágætt, Nonni. Ég skal ræra al-
veg ferðbúinn."
Og morguninn eftir sáust tveir
drengir fara niður götuna í djúp-
um samræðum. Þeir voru báðir í
beztu fötunum sínum og ánægðir
yfir að hafa gert skyldu sína.