Vorið - 01.06.1956, Síða 30
68
V O RIÐ
„Funduð þið liann? Var hann að
villast?“ spurði læknirinn og £ór í
frakkann sinn.
„Já, eitthvað þess háttar,“ sagði
Bobbí. „Hann sagði mömmu alla
sína sorgarsögu á frönsku, og hún
sagði mér að biðja yður að koma
tafarliaust, ef þér væruð heima.
Hann hefur hræðilega mikinn
hósta, og ég sá hann gráta, ég hef
aldrei fyrr séð karlmann gráta. Þér
getið ekki ímyndað yður, livað það
var sorglegt.“
Þegar læknirinn og Bobbí komu
til „hinna þriggja reykháfa", sat
Rússinn í hægindastól pabba, og
hélt fótunum fyrir iframan eldinn,
á meðan hann dreypti á teinu, sem
mamma færði honum.
„Maðurinn lítur út fyrir að vera
veikur, bæði á sál og líkama,“ sagði
læknirinn. „Hóstinn er vondur, en
ég vona þó að geta læknað hann.
Hann verður að hátta undir eins og
liggja í upphituðu herbergi.“
„Það er bezt að hann fái her-
bergið mitt,“ sagði mamma. „Það
er eina svefnherbergið, sem eld-
stæði er í.“ Hún kveikti upp eld í
skyndi, og þegar herbergið var til-
búið, hjálpaði læknirinn til að
koma hinum veika manni í rúmið.
í herbergi mömmu stóð svört
kista, sem börnin höfðu aldrei séð
opnaða. Nú opnaði mamma hana,
tók upp úr henni nokkuð af karl-
mannsklæðnaði, og hengdi við ofn-
inn. Bobbí kom inn í herbergið í
þessu bili með viðarkubba í eldinn.
Hún sá stafina á náttskyrtunni, og
sá að kistan var full af karlmanns-
fötum. Og stafirnir í skyrtunni
voru stafir pabba. Svo að pabbi
ihafði þá ekki farið með fötin sín
með sér. Og Iþessi nátskyrta var
einhver nýjasta skyrtan hans. Hvers
vegna fór pabbi ekki með nein föt?
Bobbí læddist út úr herberginu, en
um leið og hún fór, heyrði hún að
lyklinum var snúið í kistuskránni.
Hjarta hennar barðist ákaft. Hvers
vegna hafði pabbi ekki farið með
fötin sín? Þegar mamma kom út úr
herberginu, lagði Bobbí hendurnar
um háls hennar og sagði:
„Mamma, pabbi er þó ekki dá-
inn?“
„Nei, vina mín. Hvernig fer þér
að detta svo hræðilegt í hug? Pabbi
var alveg frískur, þegar ég frétti
síðast af honum, og einhvern tíma
kemur hann heim til okkar aftur.“
Bobbi spurði ekki meira. Hún
stóð fast við þann ásetning sinn að
spyrja ekki um það, sem mamma
vildi ekki, að hún fengi að vita.
Nokkru síðar kom mamma inn í
svefnherbergi litlu stúlknanna.
Hún ætlaði að sofa í rúmi Fríffu,
en Fríða átti að sofa á dýnu á gólf-
inu, og þótti henni það mjög ævin-
týralegt.
Um leið og mamma kom inn,
spruttu upp tvær hvítar verur og
sögðu báðar í einu: