Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 32
70
VORIÐ
„Hvernig komst hann svo burt?“
„iÞegar stríðið skall á fengu
nokkrir rússnesku fangarnir leyfi
til að faria sem sjálfboðaliðar í her-
inn. Hann var einn af þeim, en
flýði um leið og tækilæri gafst.
og...."
„Það finnst mér nú bera vott um
hugleysi," sagði Pétur, „ekki sízt,
'þegar stríð stendur yfir.‘
„Virðist þér hann standa í nokk-
urri þakklætisskuld við föðurland
sitt, eftir að hafa farið þannig með
hann? Hann átti meiri skyldur við
konu sína og börn, en nú voru þau
horfin, og hann vissi ekkert, hvar
hann átti að leita þeirra.“
„Átti hann þá einnig konu og
börn til að hryggjast yfir á meðan
hann var í fangelsinu?' spurði
Bobbí.
„Já, það átti hann. Það gat vel
verið, að einnig væri búið að setja
þau í fangelsi, hann vissi ekkert um
það. Það skeður svo margt voðalegt
í Rússlandi. En á rneðan hann
vann í námunum, tókst nokkrum
vinum hans að korna til hans boð-
um um það, að konu hans og börn-
um 'hefði tekizt að flýja til Eng-
lands, svo að þegar hann var 'laus
sjálfur, fór hann auðvitað til Eng-
lands að leita jreirra."
„Veit hann um heimilisfang
þeirra?“ spurði Pétur.
„Nei, hann veit aðeins, að þau
eru í Englandi og hélt, að hann
þyrfti að skipta um lest hér á stöð-
inni, en þá varð hann þess var, að
hann var bæði búinn að týna far-
seðlinum og peningaveskinu."
„Heldur þú, að hann finni þau?
Ég á við konuna og börnin, en ekki
farseðilinn og veskið.“
„Ég vona það, og ég ætla að
biðja guð að hjálpa honum til að
finna konu sína og börn aftur."
Nú tók Fríða einnig eftir því, að
rödd mömmu titraði.
„Æ, mamma/ sagði hún, „en
livað þú ert hrygg hans vegna.“
Mamma þagði eitt andartak, en
sagði svo aðeins: „Já,‘ og virtist svo
verða þungt hugsi.
Börnin steinþögðu öll.
Skömmu síðar sagði hún: „Góðu
börnin mín, þegar þið lesið bæn-
irnar ykkar á kvöldin, þá held ég,
að þið ættuð um leið að biðja guð
að vera með öllum, sem eru í fang-
elsi og fjötrum."
„Að biðja guð að vera með öll-
um, sem eru í fangelsi og fjötrum,"
endurtók Bobbí hægt. „Var það
ekki svona, mamma?“
„Jú,“ sagði mamma, „vera með
öllum, sem eru í fangelsi og fjötr-
um.“
Mannslífum bjargað.
Rússneska manninum leið betur
daginn eftir, og næsta dag var hann
enn hressari, og á þriðja degi var
hann svo frískur, að hann gat geng-
ið úi í skrúðgarðinn. Tágarstóll var
settur þangað handa honum, og sat