Vorið - 01.06.1956, Síða 38
76
VORltí
Hver er
MAÐURINN?
GETRAUN.
Hér kemur enn ofurlítil getraun
handa lesendum. í eftirfarandi
köflum er eittlivert orð eða atriði,
sem minnir að einhverju levti á
þann, sem getraunin er um. Það er
'þjóðkunnur maður (eða kona),
senr lifað hefur á þessari öld. en er
nú látinn.
1. Fátæk hjón voru að skoða sig
um í musterinu mikla í Jerúsalem,
og með þeim ungur sonur þeirra.
Það var yndisfagur drengur. Hárið
lá í mjúkum lokkum og augun
hlikuðu eins og stjörnur. . . .
En drengurinn litli, sem aðeins
var tólf ára, gaf þessu lítinn gaum.
Móðir hans sagði honum, að þetta,
er þau voru að sýna honum, væri
hið merkasta, sem til væri í víðri
veröld. Og hún sagði 'honum, að
víst mundi þess langt að bíða, að
hann fengi að sjá aftur s'líka hluti.
í Nazaret, þar sem ]rau áttu heima,
væri ekki annað að sjá en gráar göt-
urnar.
(í musterinu eftir Selmu
Lagerlöfr.)
2. Hestarnir lötruðu fet fyrir fet
eftir heiðinni. Bráðum hlaut að
sjást niður í dalinn. Hann hlakkaði
til að koma heim eftir margra ára
fjarveru, en hún kveið fyrir. Hún
var að hugsa urn, hvernig henni
rnundi semja við tengdamóður
sína. Hér var allt svo nýtt og fram-
andi fyrir henni.
3.
Tryggur hvolpurinn, Tryggur
greyið,
teygðu tir löppunum;
stúlkurnar eru að enda að mjólka
úti í kvíunum.
Þarna er pokinn og prikið mitt.
en pottlokið? Upp við þii
Og hnífurinn minn? Jú, hann hef
ég á mér;
þá held ég að allt sé til.
(Smalastrákurinn eftir Gest.)
4. En þá er sveinninn var tvævet-
ur, þá var hann almæltur og rann
einn saman, sem fjögurra vetra
gömul börn. Það var til tíðinda
einn morgun, er Höskuldur var
genginn út að sjá um bæ sinn.
Veður var gott, skein sól og var lítt
á loft komin. Hann heyrði manna-
mál. Hann gekk þangað til, sem
lækur fellur fyrir túnbrekkunni.
Sá hann jrar tvo menn og kenndi.
Var þar Óafur son hans og móðir
hans. Fær liann þá skilið, að hún
var eigi mállaus, því að hún talaði
þá margt við sveininn. Síðan gekk
Höskuldur að þeim og spyr hana
að nafni, og kvað henni ekki