Vorið - 01.06.1956, Síða 40
78
VORlt)
Dægradvöl
Sá bundni.
Segðu félaga þínum, að þú getir bund-
ið hann þannig með tveimur snæris-
spottum, að hann geti ekki losað sig, þótt
skæri séu lögð fyrir framan hann. Segðu
honum, að hann megi losa sig með þvi
að klippa sundur snærið.
Ef vinur þinn fellst á þessa tilraun, þá
verður þú að sýna honum, hvernig þú
gerir það.
Fyrst biður þú hann að beygja knén.
Því næst bindur þú saman vinstri fótinn
og vinstri úlnliðinn, og síðan hægri úln-
liðinn við hægri fótinn. Legg síðan skær-
in fyrir framan hann og seg honum að
klippa snærið sundur. En hann kemst þá
að því, að hann getur ekki hreyft sig, og
þegar hann reynir að taka snærið upp,
dettur hann áreiðanlega áfram og er al-
gjörlega ósjálfbjarga.
Reikningsþraut,-
Maður nokkur fékk 100 kr. að láni
hjá kunningja sínum og þeim kom sam-
an um, að greiðslu skyldi hagað þannig:
Hann skyldi greiða 50 kr. í næstu viku,
eða helminginn af skuldinni, í vikunni
þar á eftir skyldi hann greiða 25 kr., eða
helminginn af skuldinni, og þannig
skyldi hann alltaf hverja viku greiða
helminginn af skuldinni. Hvenær hafði
hann lokið við að greiða alla skuldina?
Hvaða naln á hljóðfæti er eins, hvort
sem það er lesið aftur á bak eða áfram?
DÝR HÁLSFESTI.
Ráðning:
Hann varð að greiða hálsfestina með
1099511627775 eldspýtum. Ef gert er
ráð fyrir að 1000 eldspýtur kosti eina
krónu, hefur verksmiðjueigandinn orðið
að greiða 109951162778 kr. fyrir fest-
ina.
GÁTA.
Maður nokkur á tening, sem er 4 sm.
á hvern veg. Nú málar hann teninginn
grænan, en sagar hann því næst niður í
64 minni teninga. Hvernig voru þessir
64 teningar litr?
NAFNAGÁTUR.
xxxxnxs
óxxxxr
xaxxxxux
Axxxxð
xxxuxxxr
Hér eru falin 5 karlmannsnöfn og
mynda upphafsstafirnir 6. nafnið.
xrxxxúxxx
xxxa
xaxxx
Axxx
Hér eru falin 4 kvenmannsnöfn og
mynda upphafsstafirnir 5. nafnið.
o-
M. G.