Vorið - 01.06.1973, Side 6

Vorið - 01.06.1973, Side 6
einsömul til þokuríkisins, með lijálp nál- arinnar. Gamli kóngurinn leit hryggur á hana, þegar hún kom. „Á óhappastund kemur þú hér, án barnsins,“ sagði hann. „Það mun valda þér sorg og þjáningu. En njóttu nú þess- arar nætur í gleði, því að sorg og ólán mun hér eftir valda þér miklum þrautum." Hann harði stönginni sinni í jörðina, og þá komu vinkonur hennar og leiddu hana inn. Og þar var gleði og glaumur, dans og söngur. Nokkru eftir að Tíó læddist út, vaknaði maður hennar. Og þegar hann verður þess var, að konan er ekki við hlið hans í rúm- inu, fer hann út að leita að henni. En hann fann hana hvergi. Þá varð hann ákaflega reiður, af því að konan hafði yfirgefið manninn sinn og barnið að næturlagi. Hann óttaðist að hún væri haldin illum anda. Hann fór því ekki í rúmið aftur, heldur fór hann á fund vitra mannsins í þorpinu, til að leita ráða hjá honum. Gamli maðurinn lyfti glasi með vatni upp á móti ljósinu, og horfði áfergjulega í gegnum það. „Það er ekki allt með felldu með kon- una þína,“ sagði hann. „Hún flækist um, um nætur, sem varúlfur, og hefur gert það lengi, þó að þú hafir ekki orðið þess var fyrr. Þegar hún kemur heim, verður þú strax að afhenda hana yfirvöldunum, annars verður þú grunaður um að vera henni meðsekur.1 * Og þannig fór það. Þegar maðurinn kom heim aftur, svaf konan hans róleg við hlið barnsins. En hann vakti hana ekki til að spyrja hana, hvar hún hefði verið, heldur fór hann undireins til lögreglustjórans, eins og sá vitri hafði ráðlagt honum. Tíó varð því að mæta hjá dómaranum næsta dag, og hann spurði hana, hvar hún hefði verið síðustu nótt, og hvar hún hefði verið týnd. Hún þagði og hugsaði sig um. Nei, hún þorði ekki að segja það, því að þá fengi hún aldrei framar að sjá vini sína í þoku- ríkinu. „Ég hefi ekkert af mér hrotið. Sál mín er hrein,“ sagði hún róleg. En dómarinn lét sér það ekki nægja. I þann tíð voru menn hræddir við for- ynjur og varúlfa. Og þar sem liún gat, eða vildi ekki segja eins og var, var hún dæmd sem garldranorn. Iiún var dæmd til að brennast á báli, og dóminum skyldi hraða eins og æfinlega, þar sem galdranornir voru dæmdar. Menn hlóðu köst úr þurrum hrísi, brenni og kvistum. Og í miðjum kestinum var reistur staur, og við hann var hin ó- hamingjusama kona bundin. Svo átti að kveikja í kestinum allt í kring. En enda þótt að allt brennið hefði verið fullt af harpís og það væri vel þurrt, vildi eldurinn ekki kvikna. Það var eins og allt væri rennandi blautt. Það var reynt aftur og aftur að kveikja eldinn, og að lokum sleiktu logarnir yztu sprekin._ En þá vildi svo til, að það skall á svarta þoka, sem huldi alveg bálköstinn. Menn urðu svo óttaslegnir að þeir flúðu, hver heim til sín. En hris þeirra voru líka hulin þoku, svo að þeir áttu bágt með að finna þau. Þegar svo sólin um síðir eyddi þokunni, var bálkösturinn óbrunninn og konan horf- in. Þokukóngurinn hafði bjargað henni. Framh. á bls. 33 6 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.