Vorið - 01.06.1973, Page 7

Vorið - 01.06.1973, Page 7
SLADE Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að liljómsveitina SLADE þekki hvert manns- barn á Islandi. Þeirra frægðarferill liófst iyrir tæpu ári síðan með laginu MAMA ^E’RE ALL CRASY NOW, sem þýðir Aðal söngvarinn Naddy. PISTILL (mamma, við erum ðll orðin snarvitlaus). Þó að eitt ár sé síðan hljómsveitin varð heimsfræg,er þetta 7 ára gömul hljómsveit. Strákarnir hyrjuðu með því að spila há- þróaða framúrstefnu-mússik á fínum klúbbum í smóking-fötum, en ekkert dugði. Þá reyndu þeir að raka sig sköllótta. Það reyndist frekar óvinsælt. Loksins gerðust þeir rokkarar. Þannig eru þeir í dag. Ég ætla bara að taka lítið dæmi um hvað þeir félagar eru vinsælir. Nýjasta litla plat- an, sem heitir CUM ON FEEL THE NOIZE, seldist í 300.000 eintökum fyrstu söluvikuna, eða um 50.000 á dag. í 3 vikur var þetta lag í efsta sæti í Englandi. Skorað var á borgarstjórann í Wolver- hamton, hr. Arthur Storer, að borghi heiðraði þessa frægu pophljómsveit á ein- livern veglegan hátt, en piltarnir eru ein- mitt frá umræddri borg. Askorandi segir: „Eins og þú hefur sjálfur orðið var við, hafa piltarnir aukið gjaldeyri borgarinnar um mun, auk þess að vera gangandi aug- lýsing fyrir Wolverhampton. Alla vega vita allir að ef Úlfarnir (knattspyrnulið- ið) vinna pikarinn, yrði þeim launað svo um munaði.“ Yið skulum vona að SLADE eigi eftir að gera það gott í framtíðinni og óskum þeim til hamingju með þann titil, sem þeir hafa krækt sér í. _ „ Þættinum bárust tvö bréf frá ungum stúlkum. Önnur vill fá eiuliverja vitneskju um Bíó tríóiÖ, en þar sem ég fékk bréfiö of seint fyrir þennan þátt, ákvaö ég áö skrifa grein um Bíó tríóið í næsta blaði. Hin baö um myndir af innlendum og frli. á bls. 33 VOR|fi 7

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.