Vorið - 01.06.1973, Síða 10

Vorið - 01.06.1973, Síða 10
Dalli dvergur og Frikki (íll eftir MEDY DONA. „Komið þið,“ sagði Dalli dvergur, „það er bezt að halda inn í skóginn til að ná í dálítið af trjágreinum!“ „Hvað ætlarðu að gera við þær?“ spurðu hinir dvergarnir forvitnir. „Ég verð að setja nýtt þak á húsið mitt,“ svaraði Dalli dvergur. „Þakið, sem er á því núna, er orðið ónýtt, og regnið streymir inn.“ Hinir dvergamir hristu höfuðið aðvarandi og sögðu: „Þú skalt vara þig á að fara inn í skóginn, Dalli! Það er sagt, að gríðarstórt og einkennilegt dýr sé þar á flakki. Þetta dýr er kallað fíll. Ef fíllinn verður á vegi þínum, mun hann áreiðanlega éta þig með húð og hári!“ En Dalli dvergur lét ekki hræða sig. „Ég vil gjarnan sjá þetta dýr,“ sagði hann hlæjandi. „Ég hef hingað til aldrei séð fíl, og . ef hann étur mig, þá fæ ég þó að sjá hann!“ Og Dalli dvergur hélt inn í skóginn og flautaði glaðlega. Æ, en hvað trén í skóginum voru há. Dalli dvergur hafði ekkert gagn af þeim, því að hann gat ekki einu sinni náð í neðstu greinarnar. „Ég verð þá bara að tína greinar, sem hafa dottið af trján- um,“ hugsaði Dalli með sér. En æ, slíkar greinar var hvergi að finna, hvergi sást minnsta ögn af viði liggjandi á jörðinni. Dalli varð dapur í bragði af þessu. Hann gekk stöðugt lengra og lengra inn í skóginn, þangað til hann var orðinn örmagna af 10 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.