Vorið - 01.06.1973, Side 12

Vorið - 01.06.1973, Side 12
Ég þorði varla að hreyfa mig, en — sjáðu til — nú er ég orð- Ji inn svo hræðilega dofinn í fætinum!“ Dalli stökk þegar á fætur, lafhræddur, og leit upp. Og hátt > uppi yfir höfði sér sá hann það einkennilegasta, sem hann hafði i nokkurn tíma séð. Það var löng slanga, sem hreyfðist til og frá; ? einnig sá hann tvö stór, lafandi eyru og gríðarstórt höfuð með \ tveimur litlum gáfulegum augum, og þá skildi veslings dverg- 5 urinn, að þetta var hið einkennilega dýr, sem hinir dvergarnir í höfðu verið að vara hann við. Já, nú mundi þetta stóra dýr éta 5 hann með húð og hári! En fíllinn, . því að auðvitað var þetta f hann, ætlaði alls ekki að éta dverginn. Þvert á móti hneigði $ hann sig kurteislega og sagði: J „Ég er Frikki fíll.“ j „Ó . eh . það er ánægjulegt,“ sagði Dalli með titrandi 5 röddu. „Ætlarðu nú að éta mig?“ i „Éta þig?“ spurði Frikki og rak upp stór augu. „Hvernig ? getur þér dottið það í hug? Ég vildi aðeins spyrja þig, hvort þú \ vildir gera svo vel að ná þessum þyrni úr fætinum á mér. Ég j verð að ganga með hann í fætinum allan daginn, og það er \ heldur sárt, skal ég segja þér.“ i „Auðvitað,“ sagði Dalli . „Auðvitað, Frikki. Lyftu bara J fætinum svolítið upp.“ | Fíllinn lyfti særða fætinum mjög varlega, og Dalli sá hvar \ þyrnirinn sat fastur í honum. Dalli fór að toga í hann af öllum <[ kröftum. En það vildi ekki ganga greiðlega. Dvergnum varð ) mjög heitt af þessu mikla erfiði og fór því úr jakkanum sínum. i „Æ, það ætlar líklega ekki að takast, væni minn,“ sagði i fíllinn vonsvikinn. „Hendur þínar eru líka svo ákaflega litlar. ][ Æ, æ, hvað þetta er sárt.“ <[ Og af því að þyrnirinn stakk svo sárt, tók fíllinn að hljóða \ 12 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.