Vorið - 01.06.1973, Page 13

Vorið - 01.06.1973, Page 13
Iaf öllum kröftum. Hljóðin heyrðust um allan skóginn. Ó, hvað Dalli dvergur varð nú hræddur. Fíllinn mundi auðvitað þrátt fyrir allt éta hann með húð og hári, af því að honum hafði ekki tekizt að ná þyrninum úr fæti hans. „Ég skal prófa einu sinni enn,“ sagði Dalli titrandi röddu. Frikki fíll lyfti fætinum á ný, og enn tók Dalli dvergur að toga af öllum kröftum, þangað til . að allt í einu kom hreyf- ing á þyrninn og Dalla tókst loks að ná honum úr sárinu. „Jæja, loksins tókst það,“ sagði Frikki fill og steig fætin- um aftur á jörðina rétt við hliðina á dvergnum. „Nú skal ég líka hjálpa þér,“ sagði hann. „Segðu mér bara, hvað ég get gert fyrir þig?“ Dalli dvergur rak upp stór augu af undrun. — Þessi fíll var þá eftir allt saman alls ekki villt og grimmt dýr, heldur einmitt 1 sérlega vingjarnlegur. Dalli sagði honum frá því, hvers vegna hann hefði farið inn í skóginn. „Er það allt og sumt?“ spurði fíllinn. „Það er nú ekki mikil j fyrirhöfn fyrir mig að hjálpa þér um nokkrar greinar; þú getur j fengið heila trjástofna, ef þú vilt!“ í Ónei, þeirra þarnaðist Dalli nú ekki; húsið hans mundi j hrynja í rústir undan þeim. En trjágreinar vildi hann gjarnan j fá! j Frikki fíll tók nú til starfa. Með hinum sterka rana sínum í braut hann greinar af trjánum og staflaði þeim vandlega sam- ! an. Það var svo mikið af greinum, og þær voru svo digrar, að j Dalli gat ekki borið þær nálægt því allar heim til sín. j „Þá skal ég bera þær fyrir þig,“ sagði Frikki fíll, og aftur j drundi hávaði um skóginn. Hann tók allan viðarstaflann upp 1 með rananum og gekk á eftir Dalla til dvergaþorpsins. 5 En ó, hvað drengirnir urðu hræddir, þegar þeir sáu þetta j hættulega dýr koma. Vorið 13

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.