Vorið - 01.06.1973, Síða 14

Vorið - 01.06.1973, Síða 14
„Hjálp, hjálp!“ hrópuðu þeir. „Þetta úrþvætti er áreiðan- lega búið að rífa veslings Dalla í sig.“ En Dalli var sprelllifandi. Hann hló til hinna dverganna og fór þegar að gera við þakið á húsinu sínu. Og af því að Frikki fíll hafði komið með svo stóra byrði af greinum, varð svo mikið eftir af þeim, að þær nægðu líka til viðgerðar á öðrum hús- þökum. Og dvergarnir, sem stóðu álengdar og horfðu á, sáu, að þessi stóri fíll var reyndar mjög svo vingjarnlegt dýr. Þeir komu nú nær, einn eftir annan, til þess að geta virt Frikka fíl betur fyrir sér. Frikka fíl féll sérlega vel við dvergana. „Drengir,“ sagði hann. „Má ég koma og búa hjá ykkur? Mér finnst ég vera svo einmana í skóginum. Ég verð alltaf reiðubúinn að hjálpa ykkur eftir beztu getu.“ Þetta fannst dvergunum ágæt uppástunga. Og Frikki fíll varð kyrr í dvergaþorpinu og bjó þar eftir þetta. Hann varð mikill vinur dverganna. Og nú var enginn þeirra framar hrædd- ur við hann.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.