Vorið - 01.06.1973, Side 16
F&u@siés)gi»&ái‘,rw«Ki!!i
Umsjón: Þorgeir Logi Arnason
H K* SVIFFLUGA
Svifflugumódel af þessari gerð er mjög
auðvelt að smíða, vegna þess að þau eru
úr massífum balsa (ekki rif í vængjum eða
uppbyggður skrokkur) og þær fljúga mjög
auðveldlega, nokkurnveginn rétt. Þessvegna
eru þau tilvalin fyrir byrjendur. Erlendis
er keppt í að kasta svifflugum af þessari
gerð og þá er allt erfiðara, flugurnar
verða þá að vera mjög nákvæmlega smíð-
aðar og það er margra daga verk að stilla
(trimma) þær þannig að þær fljúgi eins
vel og hægt er. Keppnismenn æfa oft kast-
kraftinn með því að henda bolta 1—2 tíma
á dag. Góð fluga á að geta verið 1 mín. á
lofti í kyrru lofti og miklu lengur ef upp-
streymi er.
Verkfœri
Iiakvélablað (með egg aðeins öðru meg-
in), títuprjónar, penni, tommustokkur og
sandpappír.
S míð in
Byrjið á því að draga alla hluta svif-
flugunnar upp á smjörpappír. Yæng og
hæðarstýri þannig að fyrst er dreginn upji
helmingurinn, síðan er pappírnum velt við
þannig að samskeytin lendi saman og hinn
helmingurinn dreginn upp eftir sömu lín-
um. Næst verðið þið að líma 3/16 x
* Handkastað.
balsa renning við 3/16 x 3" balsaplötu til
að ná breiddinni á vængnum. Síðan festið
þið teiknmguna á balsann með títuprjón-
um og hafið kalkipappír á milli, og færið
þannig teikningmia yfir á balsann (passið
að liafa rétta þykkt á hverjum lilut, eins
og stendur á teikningunni). Balsaviðurinn
fæst í -Tómstundahúsinu, Laugavegi 164 og
er hægt að fá hann sendan með póstkröfu
um land allt.
Nú þarf að skera út skrokk, væng, hæð-
arstýri og hliðarstýri úr balsaplötunum, til
þess er bezt að nota raltvélablað eins og
notuð eru til að hreinsa með rúður (með
einni egg) eða balsahníf. Bezt er að skera
örlítið utan við línurnar og jafna síðan
niður með sandpappír.
Næst er vængurinn pússaður niður í
rétta lögun (prófíl) eins og sýnt er á
teikningunni. Síðan er hann skorinn í
sundur í miðju og við báða vængenda, þar
sem þeir lyftast, pússið síðan með sand-
pappír þar sem skorið var, þannig að
vængurinn falli vel saman þegar búið er
að setja balsakubb 1*4" á hæð imdir anu-
an endann, límið síðan saman með pví að
setja fyrst þunnt lag af lími í sárin og
látið þorna vel. Setjið síðan annað lag og
leggið endana saman með balsakubbinn
undir öðrum endanum og látið þorna vel.
Endurtakið þetta með vængendana. Næst.
er skrokkurinn pússaður niður eins og
teikningin sýnir, gerð smá-rauf þar sem
16
V O P. I Ð