Vorið - 01.06.1973, Side 23
GÖNGUFERÐIR
^’ú þegar sumarið er komið og skólinn
úti fýsir marga að leggja af stað í göngu-
ferðir út um liolt og hœðir.
Rér er birtur kafli úr bókinni Útilíf, liand-
óók í ferðamennsku, sem gefin var út fyrir
nokkrum árum. Greinin er eftir Jón Odd-
Qeir Jónsson.
Með mal um öxl og staf í hönd stefnir
Songumaðurinn frá skarkala bæjarins.
®nginn er eins óháður og hann. — Að
^aki eru annir hins hversdagslega lífs, en
framundan frelsi og fjölbreytni náttúr-
^mnar.
Gröngumaðurinn nýtur betur landslags-
ms en sá, er notar hraðskreið farartæki.
Hann kynnist staðháttum og á auðvelt með
rata aftur, er liann kemur síðar á þær
slóðir, sem hann fer um..
Gönguför um nágrenni þess staðar, sem
oiaður býr, er ekki síður ánægjuleg en
SÖnguferð um fjöll og firnindi. Ánægja
'itivistarinnar er ekki fólgin í því að arka
Seia lengst á skemstum tíma, heldur í
^ 1111, að veita því athygli, sem fyrir augun
r’ svo sem jurtum, steinum og dýrum,
um og litum fjallanna, bæjum og þeim,
Sem t)ar eiga bólfestu.
®á, sem sér til gainans fer gangandi um
0lunnar slóðir með landabréf og áttavita
leiðarvísi eingöngu, hefur öðlazt
ley.nslu, sem síðar má að gagni koma á
erfiðari ferðalögum.
Sé gengið í lieilan dag eða nokkra daga
kjlm l'leytt, er liæfileg dagleið talin um 30
Vo
R I Ð
í upphafi ferðarinnar skal gengið ró-
lega, en þegar á líður er hóflegt að ganga
um 5 km. á klukkustund. Miklir göngu-
garpar geta aðvitað farið hraðar yfir, en
fyrir þá, sem ekki eru þjálfaðir göngu-
menn, er nefnd dagleið og gönguhraði
mjög hæfilegur samkvæmt reynslunni,
einkum þegar bera þarf farangur allan á
bakinu.
Göngumaðurinn á að bera sig frjáls-
mannlega, ganga ekki hokinn, rétta úr
hnjáliðunum og anda reglulega gegnum
nefið en eldd munninn.
Ekki er ráðlegt að ganga í margar
klukkustmidir samfleytt án hvíldar, það
veldur ofþreytu. Gott er að halda þeirri
venju, að hvíla sig í 5—10 mínútur á
klukkustundar fresti. Skal þá sezt niður og
bakpokanum létt af sér, en ekki þó átt við
að borða eða drekka eftir livern áfanga,
heldur ætla sér fáar máltíðir á dag og
livíla sig þá rækilega. Sæki þorsti á göngu-
manninn, skal lítið drukkið í senn, því of
mikið vatnsþamb veldur máttleysi. Þegar
komið er á áfangastað að kveldi, skal strax
byrjað á því að tjalda og matreiða. Sé um
23