Vorið - 01.06.1973, Síða 30

Vorið - 01.06.1973, Síða 30
hinar jarðnesku leifar Kara-Tetes voru geymdar. Lík hans var sveipað í dýrindis áklæöi og höfuði'ð skreytt íburðarmikilli f jaðrakórónu. Sorgarathöfnin var að hefjast. Yinir og frænd- ur hins líítna nálguðust hæðina, og allt í einu var eins og loftið fylltist af gráthljóði, harma- kveinum og andvörpum. Konurnar öskruðu og veinuðu og klóruðu svo andlit sitt, að blóðið streymdi úr sárunum. Að þvi búnu gekk kona Kara-Tetes nokkur skref fram. Það var ung kona. Hár hennar féll aftur um herðarnar og bærðist fyrir vindinum. Hún lofaði liástöfum hinn fallna mann sinn og taldi upp allar lians mörgu dyggðir. Að því búnu fleygði hún sér á jörðina við hlið manns síns, en Kai-Kumu hóf upp kylfu sína, og kona Kara- Tetes fylgdi manni sínum inn i ríki dauðans. Fangarnir stóðu orðlausir af undrun og skelf- ingu og bjuggust við þvi á hverri stundu, að röð. in kæmi að þoim að deyja. En þegar Kai-Kumu gekk fram hjá þeim skömmu síðar kaldur og ró- legur, mælti hann: „í dögun á morgun/‘ Nú vissu þau, hvað þeirra beið, og að því búnu voru þau aftur flutt til kofans. Hávaðinn var nú að mestu þagnaður, og lík Kara-Tetes og konu hans voru flutt á handbörum eitthvað burt, en mannf jöldinn fylgdi á eftir. Lík- fylgdin þokaðist liægt áfram upp fjallshlíðina fyrir ofan þorpið, en þar hafði verið unnið að því að fullgera gröf höfðingjans. Gröfin var forkunnar vönduð, og þangað voru bornar miklar birgðir af matföngum, vopnum og klæðum. Hinn látni mátti ekki koma slyppur og snauður yfir í annað líf. ÞRÍTUGASTI OG FYRSTI KAPÍTULI Flóttinn. Fangarnir áttu þá eftir að lifa eina nótt. Þrátt fyrir þessa ömurlegu staðreynd settust þau öll að snæðingi og neyttu óbrotinnar og fátæklegrar máltíðar. „Við verðum að borða, svo að við höfum næga krafta til að horfast í augu við dauðann," mælti majórinn. „Þeir skulu ekki geta glatt sig við það að sjá okkur hræðast dauðann/ ‘ Eftir kvöldverðinn flutti Ilelena bæn; að henni lokinni fór hún með Faðir vorið, og loks voru sungnir nokkrir sálmar. Glenvan gat talið konurn- ar á að leggjast til livíldar, og skömmu síðar voru þær báðar sofnaðar. Glenvan kallaði þá alla félaga sína saman og mælti: „Góðu vinir mínir. Það litur út fyrir, að lífi okkar allra sé senn lokið. Sé þða vilji guðs, að við cigum öll að deyja næsta dag, skulum við reyna að ganga óttalausir fram fyrir dómstólhans á himnum. II a n n veit, að tilgangur okkar var góður. Guð gefi aðeins, að okkur verði hlíft við þjáningafullum dauða. En hvernig bregðast þær við þessu, Holena og María? Yið höfum lofað að forða þeim frá að lifa í smán, en nú erum við algerlega vopnlausir/ ‘ „Hérna er rýtingur," mælti John. „Eg náði honum úr hendi Kara-Tetes, þegar hann féll til jarðar. Sá okkar, sem lengst lifir, verður þá að efna loforð það, sem við liöfum gefið konunum.“ Nú var þögn eitt andartak. Þá lyfti Lindsay tjaldinu frá dyrunum og leit út. Ilann hristi höí- uðið. „Flótti er óhugsandi,“ mælti hann. Nokku'ð yfir 20 innbornir villimenn héldu vörð um „hið heilaga hús.“ Þeir lágu á jörðinni um- hverfis logandi bál og litu aldrei af kofadyrunum- Fangarnir voru allir óbundnir. Það var aðeins um þessar einu dyr að ræða, svo að varðmennirnii' töldu ekki nauðsynlegt að hafa fangana í bönd- um. Tuttugu menn ættu þó að geta haldið vörð um þessar einu dyr. Nóttin ætlaði aldrei að líða. Niðamyrkur lá yfir öllu, aðeins glætan frá eldi villimannanna varpaði nokkurri skímu á kofann og umhverfi hans. Skömmu fyrir dögun heyrði majórinn einkenui- legt hljóð, sem virtist koma frá kofaveggnum gegnt dyrunum. Þetta liljóð varð æ greinilegra, og þegar hann lagði eyrað að veggnum, virtist honum sem einhver væri að grafa moldina undir kofaveggnum. Hann skreið hljóðlega til félaga sinna. „Illust- ið!“ hvíslaði hann. „Það er einhver að grafa,“ mælti John. Nú var hljóðið orðið svo greinilegt, að það mátti vel heyra, þegar smásteinar lirundu niður- „Þetta lilýtur að vera eitthvert dýr,‘ ‘ sagð' John. „Gæti það eklti alveg eins vorið maður?“ spuröi greifinn. 30 VORl®

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.