Vorið - 01.06.1973, Síða 32

Vorið - 01.06.1973, Síða 32
lega áfanga, og nú virtist leiðin vera greið áfram. En hvort átti að halda? Það var farið að elda aftur, og flóttamennirn- ir liertu gönguna inn á milli fjallanna. Stundum klifruðu þeir upp snarbrattar brekkur, en liina stundina héldu þeir undan brekkunni og loks námu þeir staðar á tindi einum allháum. Sólin var komin upp, og það var þvi liægt að átta sig á hvar komið var. En í sama bili bárust að eyrum þeirra liryllileg óhljóð. Maoríarnir liöfðu orðið varir við hvarf þeirra, en koinu um leið auga á þá uppi á tindin- um. Villimennirnir við fjallsræturnar öskruðu og ýldu eins og vitstola menn, og Glenvan fannst kalt vatn renna milli skinns og hörunds. Mundu þessir fótfráu villimenn ekki ná þeim innan skamms? „Áfram! Áfram!“ kallaði liann. „Nei, nemum staðar, Glenvan, lítum á! “ mælti Lindsay og benti á villimennina fyrir neðan. I’eir lireyfðu sig ekki úr stað. Þeir öskruðu og góluðu og sveifluðu byssum sínum og sverðum. En þeir hreyfðu sig ekki um eitt fet. Iívað gat það verið, sem hélt þeim svo í skef juni ? Allt í einu kallaði Róbert: „Tabu! Tabu! Við erum hjá gröf Kara-Tetes.“ Og þannig var ]>ví í raun og veru farið. Þarna efst uppi á tindinum var gröf höfðingjans. Plótta- mennirnir gengu upp á efsta tindinn, og greifinn ætlaði að ganga inn í gröfina, en hörfaði þá skyndilega aftur á bak og kallaði: „Maður! Maður!“ „Maður!“ endurtóku allir liinir. Þeir héldu samt inn í gröfina. Þar sat maður á steini og virtist vera í undirbúningi með að eta morgunverð sinn. Vegna þess, hve þarna var skuggsýnt, var ekki hægt að grcina andlitsdrætti lians, og Glenvan var að því kominn að spyrja liann, hver liann væri, þegar þossi ókunni náungi mælti, eins og ekkert væri um að vera: „Velkominn, herra greifi! Morgunverðurinn lúð- ur yðar!“ Þetta var auðvitað hinn týndi Paganel. Honum var nú fagnað með slíkum innileik, að við lá, að lífið væri kramið úr honum með vinahótum og fagnaðarlátum. Nœsti Tcafli heitir: PAGANELSFJALLIÐ. Er ósæmilegt aó reykja í viðurvist annarra? framh. af bls. 17 þarf allt að stefna. Reykingamenu anda ekki reyknum frá sér inn í neina geyma, heldur púa þeir honum framan í allt og alla. Fólk þyrfti að geta fallizt á, að það sé ósæmilegt að reyltja þar sem annað fólk er viðstatt og sérstaklega í viðurvist ó- kunnugra. Það ætti vitanlega enginn að leyfa sér að eyðileggja andrúmsloftið fyr- ir öðrum; það samræmist tæpast góðum þjóðarvenjum. Og þegar nú hefur sannazt að dvöl fólks í reykfylltum vistarveruni, þó það reyki ekki sjálft, veldur oft alvar- legum sjúkdómum, sem jafnan fara versn- andi hjá þeim, sem þeir einu sinni hafa náð tökum á, er engum blöðum um það að fletta að slíkt má ekki viðgangast. Það er nógu langt gengið að fólk eyðileggi sína eigin heilsu, vitandi vits og af fullum skiln- ingi, þó því leyfist ekki einnig að fara eins með annað fólk, sem ekkert hefur til saka mmið. Almenningsálitið er aflið, sem getur hindrað þetta. Sú stund hlýtur að nálgast, að það komi til liðs við þann mál- stað, sem berst fyrir að firra fólk þeim ógnum, sem af sígarettureykingum stafa Spjöld sem stendur á: „Bannað að hrækja á gólfið“ eru úr sögmmi; þau eru ekl<i lengur nauðsynleg. Spjöld með áletrun- inni: „Reykingar bannaðar’" munu einnig hverfa, vegna þess að almenningsálitið hlýtur að koma til hjálpar, svo að þeirra gerist ekki heldur þörf. Bj. Bj. Kennarinn: „Getur þú sagt mér það Jens litUi hvaða fjögur orð smábörn nota mest?“ Jens: „Það veit ég ekki.“ Kennarinn: „Alveg rétt. Þú mátt fara i sætið/ 32 VO Rl®

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.