Bjarmi - 01.02.1909, Síða 10
18
B J A H M I
því að missa Palestínu, þvf bæði
fengu þeir þaðan vin og olíu, og
svo lágu verzlunarleiðir þeirra um
það land bæði til Litlu-Asíu og aust-
urlandanna. En nú var þeim selt-
ur stóllinn fyrir dyrnar. Þetta gerð-
ist einkum á velmegunaröld ísraels-
manna, þeirri er hótst eftir daga
dómarans, Ehud (80 ár); en sú öld
var einmitt Imignunartímabil hins
egipzka rikis.
Bréfin sýna i fám orðum, hvernig
ísraelsmenn unnu smám saman þær
borgir, sem óunnar voru, þá er Jó-
súa dó. Leikurinn berst frain eftir
öldunum, svo að ýmsir verða und-
ir, þangað til Davið konungur kem-
ur til sögunnar; en svo langt nær
þó eigi sagan í þessum bréfum.
Hetíta-ríkið í Litlu-Asíu.
Hebrea-ríkið á Sýrlandi, sem Tell-
el-Amarna-bréfin tala um, varð ekki
langælt að því sinni. Hebrear voru
fámennir þar og þeim kom lítill
liðsaíli heiman að frá Kanaanslandi;
var landið því fengið innlendum
höfðingjum til forráða, svo að ríkið
vantaði verulega fastan grundvöll.
Óðara en það var á fól komið réð-
ust á það herskáar þjóðir norðan
úr Litlu-Asíu og austan að, er nefnd-
ist Hetítar og Mitannitar. Azirú,
konungur Hehrearikisins, neyðist
loks til að fara á fund Faraós og
gera honum reikningsskap athafna
sinna. Tell-el-Amarna-hréfm enda
á þvi, að sonur Azirús biður Faraó
að senda Azirú heim aftur. Er af
þessu auðsætt, að Hebrea-konungur-
inn hefir leitað ásjár Faraós, þegar
að honum krepti, og hafði hann þó
á blómaárum rikisins fengið gull og
silfur hjá Faraó. En nú gat Faraó
gert honum þá kosti, sem hann
vildi. Þess er eigi gelið í bréfunum,
hvort Faraó svaraði beiðninni um
heimsendingu Azirús.
En fyrir skemstu hefir fundist
annað skjalasafn i Litlu-Asiu, ritað
á leirtöflur. Það fanst í rústunum
af liöfuðborg Hetítanna, sem Bogh-
azkoj hefir heitið, 5 dagleiðir fyrir
sunnan borgina Angora. Það er rík-
jsskjalasafn Hetíla-konunga. Þar
sést, að Helítar hafa ráðið mestallri
Litlu-Asíu nm 1400 f. Kr. Um sömu
irundir var landið þar fyrir sunn-
an og austan, einkum Mesópólamía,
orðið að einu ríki, sem hét Mitannia,
Fyrir austan það ríki lá Assyría, og
loks lá Babýlonia þar fyrir sunnan
og austan.
Af Tell-el-Amarna-bréfunum sést,
að það voru einkum Hetílar, sem
vol'ðu yfir Hebrearíkinu á Sýrlandi.
Azírú kvartar mjög undan þeim.
Undarlegt er það, hvernig hin ný-
fundnu Helíta-biéf taka þar við,
sem Tell-el-Amarna-bréfin bætta.
Hetitar hafa verið af hinum svo
nefnda indo-evrópeiska þjóðbálki,
sem fiestar þjóðir í Norðurálfunni
eiga uppruna sinn til að rekja. Það
má sjá á málinuá bréfunum og þektu
menn það eigi áður. Mál Mitann-
ita heflr lika verið náskylt því. Þeir
hafa og haft likan átrúnað og Ind-
verjar i fornöld. Þessi fundur nnin
því skýra mjög fiumsögu trúar-
bragðanna i íran (Persíu) og á Ind-
landi, og það nnm i ljós koma, eins
og áður hefir verið til getið, að þau
séu hvorutveggju af sama stofni.
Bréfm eru merkileg að þvi, að til-
drög ýmislegra sögulegra viðhurða í
þeim eru þar rakin 50—100 ár til
baka og má af því sjá greinilegar
en annars viðskifti þessarra forn-
aldarþjóða.
Bréfin segja frá 8 Hetitakonung-
um. Sulibiluliuma, konungur Hetíta