Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 4
2 B JARMI Nýárskveðja. Gleðilegs nýárs óskum vér öllum lesendura og vinum Bjarma í Jesú nafni. Nú eru sjö ár liðin, síðan Bjarmi hóf göngu sína. Og þegar litið er til baka yfir þau liðin ár, þá er margra erfiðleika að minnast, en þó um fram alt margvíslegrar og ríkulegrar bless- unar frá Drotni. Vér getum því sagt fagnandi við áramótin: »Eins og faðir sýnir misk- unn börnum sínum, eins hefir Drolt- inn sýnt miskunn þeim, sem óltast hann.« Vér lítum eigi á, hvað erfiðleikarnir eru miklir, né á vanmætti vort til að reka það erindi, setn oss heíir verið fengið af Drotni, heldur á hitt, hvað hann er máttugur og fús að hjálpa hverjum þeim, sem treyslir honum. Án hans megnum vér ekkert í þjón- ustu hans. Vér förum ekki að því, þó mörgum finnist erindi Bjarma óþarfl og jafn- vel skaðlegt, eða þótt margir leggist opinberlega á móti því, eða þótt lærð- ir menn þykist hafa fundið nýjan skilning á Kristi og hjálpræði hans og þá jafnframt allri biblíunni. Drott- inn er máttugri en þeir allir til satn- ans. Það orð stendur að eilífu, sem liann heíir einu sinni rila látið. Vér vitum, að Drottinn er með>.oss; hann liefir gefið oss með hverju ári nýja vini, sein gleðjast yfir blaði voru og slyðja það í orði og verki. Guð er með oss. »Sé hann með oss, ekkert cr óttalegt, þá sigrum vér«. Guði séu þakkir fyrir alt í nafni Drottins vors Jesú Krists. Guð gefi málefni kristindómsins fræg- an sigur á komandi ári, bæði meðal þjóðar vorrar og út um heiminn! »Pað skulum aldrei efa, þótt örvænt þyki um hríð, að sigur Guð mun gefa góðu málefni um síð.« Hjartablað kristnu trúarinnar. »Hver er sá, sem myrkv- ar ráðsályktun Guðs með óskynsamlegum orðum?« (Job 38, 2.) Nú er svo langt komið hjá oss ís- lendingum, að trúfræðiskennari presta- efnanna á liáskólanum, J. H., ritar opinberlega á móli friðþægingarlær- dómi hinnar lögskipuðu evangelisku- lúthersku þjóðkyrkju vorrar, — »gegn kenningu, sem margar aldir hefir innan kyrkjunnar verið í hávegum höfð svo sem sjálft hjartablað kristnu trúarinnar, og er það enn af fjölda manna víðsvegar um kristnina«, — eins og hann segir sjálfur. Þar með staðhæfir liann, að skýring Lúters á 2. gr. trúarjátningar vorrar sé röng, að það sé ósatt, að það sé »Jesús Kristur, sem mig glataðan og fyrir- dæmdan mann hefir endurleyst, frið- keypt og frelsað frá öllum syndum, dauðanum og djöfulsins valdi, með sínu heilaga, dýrmæta blóði og sinni saklausu pínu og dauða«. Prófessor- inn dirfist að segja: »Þessi kenning fer í bága við kenningu Jesú Krists sjálfs«. Auðvitað dettur oss ekki í hug að fara að þrátta við hann. Vér vituin, að liann megnar aldrei að nema burtu »hjartablað kristnu trúarinnar«, að rífa burtu grundvöll kristilegrar kyrkju, Jesúm Krist frelsara vorn og öll hans afreksverk. Það hafa meiri garpar en prófessorinn kollhlaupið sig á slík- um tilraunum. Vér fulltreystum því, að sjálfur Drottinn Jesús Kristur varðveiti söfn-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.