Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 17
BJARMI
15
samkomur með sjómönnum. Ferðaðist
hann samtals í þessu skyni 11253 km.
(9247 með gufuskipum, 744 km. í bát-
um og mótorskútum, 1262 km. á landi,
og þar á meðal 198 km. í hreindýra-
sleðum). Alls var hann 170 daga að
heiman á árinu á þessum ferðum. —
í einu preftakalli í Finnmörk verður
presturinn að vera 5 mánuði að heim-
an á ári hverju til þess að geta náð
til útróðrarmanna í útjöðrum presta-
kallsins. (Luth. Kirketidende.)
Kyrkjufélög Norðmanna í Ame-
ríku eiga 4 prestaskóla: Augsburg
prestaskóla, stofnaðan 1869; Lúthers-
prestaskóla (norska sýnódan), stofnaðan
1876, Red Wing prestaskóla (Hauge’s
sýnóda), stofnaðan 1879, og prestaskóla
sameinaða kirkjufélagsins, stofnaðan
1893. í fyrra útskrifuðust 57 guðfræðis-
kandidatar úr skólum þessum, er skift-
ust svo eftir fyrnefndri skólaröð: 8, 21,
9 og 19. Námstíminn er 3 ár, en
mentaskólar eru í beinu sambandi við
2 þeirra til undii búnings, þar eð kirkju-
deildirnar vilja helzt geta séð um alla
mentun prestaefna sinna. Kennarar við
prestaskólana eru 4, 4, 3 og 5, og auk
þess söngkennarar. (Lut. Kirketid.)
Frá Danmörku. Movten-Larsen kjör-
safnaðarprestur í Holstebro sagði af sér
embættinu 12. nóv. í vetur, kvaðst
hann verða að ganga alveg úr þjóð-
kyrkjunni þar eð nú væri öll von sín
úti um að andlegt frelsi gæti þriflst
innan þjóðkyrkjunnar, eftir að rannsókn
hófst gegn Arboe-Rasmussen, nýguð-
fræðing. — Morten-Larsen er þó hvergi
nærri skoðanabróðir Arboe-Rasmussens,
héldur þvert á móti einn af þeim fáu grundt-
vígsku prestum, sem heimatrúboðsfólki
á Vestur-Jótlandi líkaði mjög vel að
hlusta á. En hann vill láta „Loka hafa
sama frelsi og Þór“ innan þjóðkyrkj-
unnar. Búist er við að söfnuður hans
segi sig einnig úr lögum við þjóðkyikj-
una. Engan byr hefir þessi úrsögn hans
fengið hjá öðrum grundtvigskum prest-
um enn sem komið er. Telja þeir
vænna að bíða og sjá hvernig fer um
málið. — En mikið umtal hefir úrsögn-
in vakið. Biskup Kock í Rípum, sem er
fremur andvígur slíkum úrsögnum, brá
sér þegar til Holstebro og flutti þar
erindi um þjóðkyrkju og fríkyrkju. — Fyrir
13 árum varð eg ekki var við neiua
fyrirlestra hjá Döuum um fríkyrkju, og
væri á hana minst var það oftast með
ýmsum hleypidómum; nú er frikyikja
og þjóðkyrkja til Umræðu á nærri
hverjum trúmáiafundi, og þótt margir
telji aðskilncð ríkis og kyrkju neyðar-
úrræði, virðist þeim þó óðum fjölga,
sem telja það skásta ráðið gegn að-
steðjandi skynsemistrú, studdri af ó-
kyrkjulegri landstjórn.
Trídeysingjar og únítarar sem slúrn-
vottar. Fyrir nokkru síðan neitaði
danskur prestur, Birke í Terslev, manni
nokkrum, Hans Madsen, að vera skírn-
arvottur við barnsskírn. Hans kærði
prestinn og „radikölu" blöðin einkum
„Social-Demokraten" studdu kæru hans
af kappi og töldu sjálfsagt, að ráðherra
gæfi presti ofanigjöf. En það fór á
aðra leið. Enda þótt núverandi kenslu-
málaráðherra Dana sé ekki talinn mikill
kyrkjuvinur, úrskurðaðihann 20. nóv. s.l.:
„Sr. Birke hefir ekki gert frekar en
leyfilegt var samkvæmt landslögum og
kyrkjulegri venju, er hann hafnaði H.
M. sem skírnarvott, þar eð fyrirskipunin
um skírnina frá 30. maí 1826 § 17
heimta, að skírnarvottar játi kristna trú“.
— — H. M. hafði sem sé sagst vera
„alveg trúlaus", „tryði hvorki tilveru
Guðs, lífi eftir dauðann, né kærði sig
vitund um að eignast nokkra trú“.--------
Fyrir nokkrum árum sýknaði hæsti-
réttur Dana annan danskan prest, síra
Bertelsen á Harboöre, er var kærður
fyrir að hafa neitað únítara að vera