Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 14
12 B J A R M I helztu aðstoðarmenn hans í þ'eirri greÍD. Fyrsta lútherska sálmabókin kom út 1524, og eru í henni einir 8 sálmar; síban var hún aukin eftir því sem fram liðu stundir. í þeirri útgáfu sálmabókar þessarar, sem Marteinn byskup Einarsson sneii á íslenzku, og út kom 1555, eru rúml. 30 sálmar, og mun hann hafa þýtt þá úr þýzku allflesta, því að danska þýð- ingin var mjög léleg, eins og þýðingar þeirra byskupanna Gísli og Ólafs Hjalta- sonar bera Ijósastan vottinn um. Sann- ast þar, að „torvelt er að gera rétta útleggingu á röngum texta“. Mótmælendur á Frakklandi (Húgen- ottar) fengu sina sálmabók 1565, en það var frakknesk ijóðaþýðing á Davíðs- sálmum, er þeir Cl. Marot og de Beza höfðu gert. Claude Goudimel, frægasta sálmlagaskáld endurbættu kyrkjunnar, haíði búið út lögin við sálmana. En síðan var þessum sálmum snúið á þýzku (Lobwasser) og urðu þá mörg af lögunum sameign beggja kyrkjudeild- anna og eru enn í dag. Þýzku þýðing- unni sneri Oddur prestur á Reynivöll- um (f 1649) á íslenzku, og með þeirri þýðingu munu sum af lögunum hafa komizt inn í ísl. kyrkjusönginn. Englendingar telja, að John Marbeck sé frumhöfundur ensku sálmabókar- innar. Hinn rétti prédikari. Á kristniboðafundi voru eitt sinn nú fyrir skömmu umræður um það, hverja hæfileika þarlendir menn þyrftu að hafa til þess að geta verið gagnlegir samverkamenn við kristniboðið í landinu. Dr. Mott var á fundinum, og sagði hann þá: »Eg hefi kynst hinum beztu prédikurum í mörgum löndum; eg skal segja ykkur hvernig hinn sanni og rétti prédikari á að vera. Hann þarf að hafa reytit í lffi sínu mátt og vald Jesú Krists. Hann þekkir frelsara sinn, og hefir öðlast þessa þekkingu, ekki frá öðrum mönnum, heldur frá Drotni sjdlfum. Hann veit þvf, á hvern hann trúir, og hann veit, að hann er frelsaður. Skilningur hans á fagnaðarerindinu er ekki hikandi og óglöggur; hann hefir sjálf- ur reynt sannleika þess og endurlausnar- kraft. Sannfæring hans er svo skýlaus og glögg, að hann getur dáið fyrir boðskap- inn. Hann getur útmálað fagnaðarerindið frá mörgum hliðum og hann boðar það með krafti. Hann er einlægur og blátt áfram; hann forðast að reyna að gera sér upp tilfinn- ingar, sem hann á ekki til. Eins og H. Drumond sagði einhvern tíma: »Hann er svo einlægur, að hann er gagnsær«. Guðs maður þarf að vera fullkomlega einlægur, þá getur Guð haft hann að verkfæri. Hann er vingjarnlegur og ekki þrætu- gjarn um trúarsetningar (dogmur); honum veitist hægt að skilja hugsunarhált annara manna og hefir á tilfinningunni þarfir á- heyrendanna. Hann er með lffi og sál í verki sínu Drottinn hefir kveykt í honum. Syndin og svívirðingin hefir fylt hann áhuga á því, að berjast á móti hvorttveggja. Hann hefir óbifanlegt traust til vilja Guðs og máttar, vega hans og aðferða til að frelsa mennina, og hann hugsar jafnframt með sjálfum sjer: Guð vill og getur notað mig hér og nú á þessari stundu til að frelsa sálir manna".

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.