Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 11
B J A R M I 9 Ferðaminningar séra Bj. Jónssonar. (Frh.) ----- Nú skal eg skrifa lítið eitl um trúboðsfundinii í Nyborg. Rétt hjá Nyborg, niður við sjávar- ströndina, eru nokkur stórhýsi, sem ýmsir trúaðir menn í Danmörku hafa keypt eða Iátið byggja. IJar er stórt »hótel«, borðsalur, sem getur rúmað 800 manns, samkomusalur, sem tekur 1100 manns, og undir þeim sal eru mörg svefnherbergi, ætluð gestum, sem taka þátt í kristilegum fundum. í sumar voru þar haldnir margir fundir, kristilegir stúdentafundir, latínuskóla- piltafundir o. fl. Þrír menn stóðu aðallega fyrir heið- ingjatrúboðsfundinum, þeir Moltke greifi, er áður var hirðstjóri Friðriks konungs 8., Jensen stórkaupmaður og Morthensen guðfræðingur. Moltke greifi var aðalfundarstjóri og hélt hann mjög vekjandi fyrirlestra umheiðingja- trúboð. Eg get ekki að því gert, að eg hugsaði heim, hugsaði um leiðtog- ana á landinu hér heima, liugsaði hingað, þegar Moltke talaði af áhuga miklum um kristniboð meðal heið- ingja. Eg gleymi því aldrei, er hann síðasta daginn sagði: »Ekkert verður framkvæmt án bænar, látum oss biðja«. Síðan kraup hann á kné ásamt 140 fundarmönnum og margir báðu fyrir hinu mikla starfi. Á þessum fundi voru menn af öll- um stéttum, skólakennarar fjölmenlu, þeir litu svo á, að þannig væri sum- arleyfinu bezt varið. Um morguninn var lraldinn biblíu- lestur, litlu síðar samtalsfundur um heiðingjatrúboð, þvi næst fluttur fyrir- leslur. t*á var hlé, miðdegisverður og skemtiganga, veðrið var yndislegt, alt af logn og sólskin, og því skemtilegt að ganga í skógunum. Eftir miðdegis- verð skiftu menn sér í flokka, 10—20 í hverjum, og höfðu menn sérstaklega búið sig undir þá samverustund, allir lesið sama kaflann úr einhverri bók um kristniboð meðal lieiðingja, og svo var talað um þann kafla. Mér fanst eg vera þar eins og skóladreng- ur, sem lítið veit, en roðnar samt, þegar kennarinn lítur á hann. — Um kvöldið var aftur haldinn fyrirlestur, venjulega af einhverjum trúboða, sem sagði mönnum frá ýmsu úr lieiðingj- alöndum. Sérslaklega er mér minni- stæður fyrirlestur, er Waidtlöv, trú- boði frá Kína, hélt, og lýsti sá fyrir- lestur vel starfi kristinna manna þar austur frá. Ungur guðfræðingur, Chri- stensen að nafni, hélt mjög fróðlegan fyrirlestur um starfsemi K. F. U. M. úti í heiðingjalöndum, og þótti mér sem K. F. U. M.-manni vænt um að heyra, að í fyrra voru í kínverskum unglingafélögum 6190 meðlimir, og af þeim eru 3515 meðlimir stúdentar. Trúaðir menn í Ameriku lijálpa Ií. F. U. M. í Kína mjög vel. Árið 1911 var í Amerfku safnað saman 2 miljónum króna til þess að byggja K. F. U. M. hús í Iíína. Fundarmenn spurðu mikið um ís- land og andlegt líf hér lieima, spurðu t. d. hve mörg heiðingjatrúboðsfélög væru hér o. s. frv. — Eg vildi óska, að eg hefði getað flutt fyrirlestur um áliuga íslendinga í þessum efnum, en það gat eg því miður ekki. Næstsíð- asta fundardag hélt eg ræðu, þakkaði fyrir fræðsluna og lofaði fundarmönn- um, að eg skyldi segja frá þessum fundi, þegar eg kæmi heim. Oft óskaði eg þess, að allir islenzkir prestar væru komnir á fundinn, bæði til þess að fræðasl um heiðingjatrú- boð, og ekki sízt til þess að sjá blóm- legt andlegt líf kristinna manna. í*eg- ar eg á ferð minni sá fegurðina í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.