Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 10
8
B J A R M 1
„Eg þori að taka þau í ábyrgð bæði“,
mælti Sigrún stillilega.
„Og eg líka“, sagði Valborg, og
hneigði höfði til þeirra, „þau hafa ekki
eftir neinu að bíða. Æska og ástir
eiga saman eins og vorið og sólskinið.
Þau fá þá að njótast því lengur, ef Guð
vill. í vikunni, sem kemur, fer Árni
til Norðfjarðar með Rögnu til þess að
heilsa tengdafólki sínu þar. En á meðan
læt eg dubba alt upp í Álfheimi hátt
og lágt, og svo geta þau haldið þar
brúðkaup sitt með söng og hljóðfæra-
slætti. Fæ eg ekki að vera í horninu
hjá ykkur ?“
„Jú, jú, góða, elskulega frænka!
„Þegið þið, börn !“ mælti Valborg
með miklum alvörusvip, „eg hefl verið
alt annað en góð og elskuleg. Já, Guði
séu þakkir, sem opnar augun á oss, og
bíður eftir betrun vorri. Lnngir tímar
liðu, áður en hann fengi beygt mitt
harða og þverbrotna hjarta. Lengi lá
eg dauðvona og magnvana á líkaman-
um; en hjartað var fult af drambi og
sjálfsréttlæti, fuit af úifúð og hefndar-
girni og öðru illu. —
En síðustu nóttina skifti um. Eg
vaknaði af óráðinu, og hugði að eg
myndi deyja. Og þá reyndi eg að biðja,
biðja reglulega. Það er alt annað en
hægur vandi, þegar maður hefir ekki
gert það langtímum saman, eins og þið
vitið. Jæja, eg las fyrstu bænirnar í
„Faðir vor“, en þegar eg kom að bæn-
inni „Fyrirgef oss vorar skuldir", þá
kom yfir mig ótti og skelfing, svo eg
nam staðar; eg þorði ekki að fara lengra.
Það var eins og réttlátur og heilagur
Guð brygði þá spegli upp fyrir augum
mínum, og sýndi mér alla synd mína.
Og þá hófst heit og bitur barátta. En
ioks varð drottinn yfirsterkari, svo að
eg gat haldið áfram, og sagt af öllu
hjarta mínu : „Svo sem vér og fyrir-
gefnm vorum skuldunautum".
En samstundis var sem allar illar
hugsanir vikju burtu frá mér. Guð
skapaði í mér nýtt og hreint hjarta og
veitti mér ríkulega blessun til efri ár-
anna.
Ó, að við gætum ávalt beðið þessa
dýrðlegu bæn til enda með fullri djörf-
ung og í allri einlægni. Þá væri öllu
vel borgið".
Endir.
Hann fyrirvarð sig ekki.
Einu sinni snerist ungur maður til
lifandi trúar. „Upp frá þessari stundu
liefi eg ásett mér að þjóna drotni, og
í kvöld ætla eg að biðja alla gesti mína
að vera viðstadda kvöldbænir hjá mér“.
Konu hans þótti nóg um þetta, og
mælti : „Þú hlýtur þó að vita, að
sumir af gestunum þínum eru guð-
leysingjar, og þar að auki eldri en þú;
viltu ekki heldur bíða, þangað til þeir
eru farnir, eða halda fyrstu kvöldbæn-
irnar fram í eldhúsinu okkar með vinnu-
fólkinu".
Hinn ungi maður velti þessu fyrir
sér stundarkorn, en síðan mælti hann :
„Þetta er nú í fyrsta sinni, sem eg býð
Kristi heim til mín, og þá vil eg bjóða
honum inn i beztu stofuna".
Og svo hélt hann kvöldbænirnar að
viðstöddum gestum sínum, eins og hann
hafði ætlað séf^ og lét háðbros þeirra
ekkert á sig fá.
Iiann fyrirvarð sig eklci!
Þessi ungi maður varð síðar æðsti
dómari í Bandaríkjunum.
„Eg fyrirverð mig ekki fyrir Krists
fagnaðarerindí, því að það er kraftur
Guðs til sáluhjálpar, sérhverjum, sem
trúir“.