Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 8
6 BJARMI mælti Árni. Hún leit þá á hann og áttaði sig og svo fórnaði hún upp hönd- um af algleymings-fögnuði, og mælti: „Lofið okkur að vera einum saman litla stund". Að liðnum fjórðungi stundar kom Árni til iæknisins aftur með tárin í augunum. „Haldið þér, að hún hafi það af?" spurði hann angurvær. „Það get eg ekki sagt þér með neinni vissu, það ber til beggja vona um það“, svar- aði læknir. „Hún hefir fengið ákafa lungnabólgu. En nú fer eg heim og hef með mér önnur meðul og svo konuna mína; hún er dugleg hjúkrunarkona, regluleg lækniskona, og þar að auki hafa þær Valborg iengi verið vin- konur“. „Vertu nú sæll á meðan. Ekkert að þakka, Árni. Þetta var ekki annað en bein skylda mín, og það er mér gleði, að rækja hana“. * # * Valborg lá nú í heila viku og barðist við dauðann. En þá brá alt í einu til bata, sóttin hvarf frá henni. Það var að morgni dags. Hún leit þá upp og sá þar hjúkrunarkonuna sína trygglyndu og kinkaði kolli til hennar, og hún gaf henni inn. „Nú ætla eg að reyna að sofna dálítið, eg er svo fjarska þreytt", mælti Valborg í hljóði, „og svo iangaði mig t.il að ná prestsfundi, ef hann hefir tíma". Síðan sofnaði hún. Um kvöldið ók Árni inn að Framnesi. Hann barði að dagstofudyrunum. Þar var móðir hans fyrir og sat i hæginda- stól. Ragna sat við hiið henni og var að sauma, en út við gluggann sat rosk- inn maður og var að lesa í blaði. Ragna leit upp og sá, að Árni var kátur og brosandi, og þá hljóp hún í fangið á honum. Hann heilsaði henni kyrlátlega og hneigði sig ástúðlega til móður sinnar, og gekk svo til ókunna mannsins. „Þér getið enginn annar verið en Hinrik Foss, stjúpi minn“, mælti Árni og rétti hon- um hendina vingjarnlega. Foss gat engu orði upp komið, held- ur stóð eins og steini iostinn og tók ekki í hönd honum. Loks mælti hann: „Árni! komið þér svona til mín?u. „Eg kem með frið og blessaðan boð- skap", mælti Árni, innilega hrærður. „Drottinn hefir varðveitt Valborgu frænku fyrir okkur, hún er nú úr allri hættu. Eg á að bera ykkur öllum hjartanleg- ustu kveðju frá henni, engum mátti eg gleyma", mælti Árni og tók fast í höndina á stjúpa sínum um leið, til þess að hann skyldi taka betur eftir. „Guði séu þakkir fyrir dásamlega hluti, sem hann hefir gert, fyrir gæzku sína óendanlega". Þegar allir voru orðnir nokkurn veginn rólegir í skapi, þá sagði Árni í fám orðum frá síðustu atburðum í Álfheim- um: sjúkdómi frænku sinnar, heimsókn prestsins, en síðast og ekki sízt frá því, hvað hún hefði verið orðin breytt, þeg- ar hann talaði við hana síðast. „Hún er svo sæl og glöð í skapi", mælti hann, „ekki svo af því, að hún skyldi rakna við aftur til þessa lífs, heldur miklu fremur af því, að óvildin, sem daglega bjó í brjósti hennar til ykkar, er nú horfin. Já, hún hefir sannarlega fundið frið og nú býður hún ykkur öllum frið og sátt“. „Það er nú meira en við eigum skilið", sagði Foss og stundi þungan. „Eruð þér líka að öllu samhuga Valborgu, Árni?“ spurði Foss. „Já, af auðmjúku og þakklátu hjarla", svaraði Árni og leit til Rögnu, sem hálf-faldi sig bak við öxlina á honum með tárin í augunum. „Æ, mamma! En það líf, sem við nú fáum, að lifa saman í friði og kærleika", mælti Árni og kysti á höndina á móður sinni. Móðir hans leit til hans hlýlega og þakklátlega. „Mín sælasta gleði hefir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.