Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 9
BJARMI 7 alt af verið sprottin frá þér, elsku dreng- urinn mlnn“, mælti hún. Þá mælti Áini: „Eg átti nú enn fremur að bera ykkur þessi orð frá frænku: „Heilsaðu þeim á Framnesi, og segðu þeim, að þegar eg sé orðin heil heilsu, þá muni eg koma og heim- sækja þau. En þangað til eg verð ferða- fær, þá vildi eg óska, að unnusta þín fengi að vera hjá mér. Eg hefi gaman af að kynnast nánar minni nýju bróð- urdóttur, ef hún annars getur unað sér hjá mér, önugum og heimtufrekum sjúklingi á batavegi. Blessuð læknis- konan er líka orðin örþreytt af að hjúkra mér, og svo sakna allir hennar heima fyrir stöðugt. Taktu því vagninn minn, og hafðu Rögnu heim með þér“. „Getur nú nokkuð orðið úr þessu?" mælti Árni og leit til Rögnu. „Viltu fara með mér — og það þegar í kvöld?" „Hvort eg vil það ekki! Ó, jú, jú, elsku Árni, núna undir eins. Má eg það ekki, frændi og frænka?" spurði Ragna. „Farðu í guðs friði, elsku barn! Við eigum sannarlega ekki minst þér að þakka, næst Guði, fyrir þessa miklu, óvæntu gleði". * * Valborgu var lengi að batna. Og þegar hún gekk út í blómgarðinn sinn í fyrsta skifti, og þau Árni og Ragna studdu hana, þá var auðséð, hvað henni hafði hnignað við leguna. Hún var orðin lotin og hárið farið að grána, og fjörið farið úr ölluin hreyflngum, og föl var hún og kinnfiskasogin í andliti. En í þess stað hafði henni hlotnast annað, sem gerði hana nærri því fríða sýnum, en það var óumræðileg ástúð í svip og viðmóti, sem var endurskin af friði og ánægju hjartans. En þeir sæludagar fyrir þuu Árna og Rögnu. Þeim þótti með hverjum deginum vænna hvoru um annað, og þær Ragna og Valborg tengdust altaf fastara saman, með virðingu og kær- ustu vináttu af beggja h ilfu. Svo var það eitt kvöid að áliðnu sumri, að vaguinn rann af stað fiá Álfheimum og inn að Fiamnesi. Val- borg frænka var að fara í kynnisför. „Komið þið nú sæl, vinír minir“, mælti hún, og heilsaði öllu heimilis- fólkinu á Framnesi með handabandi. „Já, það er nú hvorki meira né minna en það, að hún Valborg frænka er komin hingað í kynnisför! „Börnin" mega fara út í garðinn og tína sér stikils- ber, en við fullorðna fólkið setjumst saman og tölumst við um hitt og þetta í trúnaði. Verið þið nú góð börn. og fljúgist ekki á“, sagði Vaiborg í alvöru- tón, en þó hlægjandi. Nú settust allir inn í lystiskálann, og töluðust við um alla þá ótrúlegu breytingu, sem á hefði orðið síðasta kastið, hvernig Guð hefði stjórnað öllu dásamlega og komið öllu í rétt horf. „Já, trúr er Guð, hann hjálpaði oss þegar stormarnir og óveðrin dundu yflr okkur, hjartað mitt*, mælti Árni, og strauk hendinni um hárið á Rögnu. „Gleymum nú ekki á sólskinsdögunum að þakka honum. Við verðum sí og æ að minna hvort annað á það“. Valborg kallaði á þau, og stóðu þá allir upp og gengu tíl stofu. Allir voru hrærðir í huga og glaðir í anda þann daginn í dagstofunni á Framnesi. Valborg frænka stilti sig bezt, og gerði að gamni sínu við og við. Lítíð hafði orðið úr berjalestrinum hjá „börnunum", eins og skiljanlegt er, og því sló Valborg fram í gamni: „Nú, börn, hvernig félst ykkur á berin ?“ „Haldið þið, elsku vinirnir mínir, að það sé vogandi, að láta þau tvö hérna taka saman fyrst um sinn?“ spurðu þau Foss og Sigrún, „þau eru börn enn, til þess að gera. En tíminn bætir nú fljótt úr þeim bresti á raði þeirra.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.