Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 5
B JARMI 3 uð sinn á landi voiu; hann, sem sagði: Mínir sauðir heyra rödd mína, og eg þekki þá, og þeir fylgja mér, og eg gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr minni hendi. Faðir minn, sem hefir gefið mjer þá, er öllum meiri, og enginn getur slitið þá úr hendi föðursins, Jóh. 10, 27—29. Vér fulltreystum honum sem sagði: Mannsins sonur er kominn til þess að gefa lif silt til lausnargjalds fgrir marga, Matt. 20, 28. Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, sem úthelt er fgrir marga til sgndafgrirgefningar, Matt. 26, 28. Eg gef út tif mitt fgrir sauðina, Jóh. 10, 15. Vér fulltreystum þvi, að Jesús sjálf- ur, og heilagur andi, liafi gefið post- ulum sínum réttan skilning hinna sáluhjálplegu sanninda; að Pétur tali rétt, þegar hann segir: Kristur leið líka einu sinni fgrir sgndir, réttlálur fgrir rangláta, 1. Pét. 3, 18; að Jó- hannes tali rétt, er liann sagir: Vér höfum árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta og hann er friðþœging fgrir vorar sgndir, 1. Jóli. 2, 1—2; að Páll tali rétt, er hann segir: Þeir (mennirnir) rétllætast án verðskuldunar af náð hans fyrir end- urlausnina, sem er i Jesú Kristi, sem Guð framsetti sem friðþœgingarmeðal fyrir trúna á blóð hans, Róm. 3, 24— 25. Eí vér, þá er vér vorum óvinir, urðum sœttir við Guð fgrir dauða sonar hans, þá munum vér miklu fremur, er vér verðum í sátt teknir, frelsaðir verða fyrir líf hans, Róm. 5, 10. o. m. fl. f stultu máli: Vér trúum Jesú sjálf- um og postulum hans, eins og Lúther gerði. En vér trúum ekki Jóni Helga- syni prófessor né þeim nýguðfræðing- um, sem hann eltir í þessum efnum. Þeir prédika Ggðingdóm, en ekki kristindóm. Þeir segja eins og Gyðingdómurinn: Iðrastu synda þinna, trúðu á Guð föður, skapara himins og jarðar, hallu boðorðin, þá mun þér líða vel liér í tímanum og safnast síðan til feðra þinna í dauðraríkið. En vér segjum með kristindóminum: Iðrastu synda þinna, trúðu á þríeinan Guð, föðurinn og soninn og heilagan anda. Jesús Kristur, frelsari þinn, mun þá fyrirgefa þér syndir þínar, endur- fæða þig með lieilögum anda, gefa þér eilíft líf og kraft til að lifa kær- leiksfullu lífi, helga þig og hjálpa þér til að stíga yfir Irá dauðanum til lífs- ins, inn i dýrðarriki Guðs á himnum. Vér leggjum áherzlu á þessi orð Jesú Krists: Svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf soninn sinn einget- inn, til þess að hver, sem d hann trúir, glalist ekki, heldur liafi eilíft líf, Jóli. 3, 16., og: Eg er vínviður- inn, þér eruð greinarnar; sá, sem er í mér og eg i honum, hann ber mikinn ávöxt, því að án min getið þér alls ekkert gert, Jóh. 15, 5. x + g. Jesús sagði. Jesús sagði um hógværð sína: »Eg er liógvær og auðmjúkur af lijarta.« Um auðmýkt sína: »Eg er ekki kom- inn til að gera vilja minn, heldur vilja hans, sem sendi mig.« Um guðrækni sína: »Eg geri ætíð það, sem föður mínum þóknast.« Um hlj7ðni sína: »Eg hefi fullkomnað það verk, sem þú fékst mér að vinna.« Um sjálfs- fórn sína: »Eg er kominn til að láta líf mitt til lausnargjalds fyrir marga.« Um sakleysi sitt: »Hver yðar getur sannað á mig synd?« Um kærleika sinn: »Eins og faðirinn liefir elskað mig, hefi eg elskað yður.«

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.