Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.01.1914, Blaðsíða 15
B J A R M I 13 k Úr ýmsum áttum. Iieima. Til sunnudagaskólanna dönsku sendi eg 27. nóv. 900 myndir af ör- æfajökli eftir málverki Ásgríms Jóns- sonar, fullviss um góða aðstoð ísienskra barna. Undir hverja mynd var prentað: Öræfajökull, og þessi kveðjuorð: „Bör- nene paa Island takker for „Jólakveðjan" og hilser de danske Söndagsskolebörn med Psalm. 46. 2.—3., Jes. 54. 10., Matt. 21. 18. —22.; III. Joh. 15. — Gleðileg jól í Jesú nafni“. Útsending myndanna um Danmörku fól eg sama manni og í fyrra, Blomberg ferðafulltrúa sunnudagaskólanna, en fáeinar sendi eg beina leið og hefi þegar fengið þakkar- bróf fyrir sumar þeirra, er sýna, að Dönum líkar myndin vel. Fyrir mynd- ina og nokkuð af útsendingunni hefi eg þegar greitt samtals 513 kr. 89 aura. Upp í það hefi eg veitt móttöku auk 178 kr. 13 aura eftirstöðva frá liðnu ári: Frá sr. Gísla Kjartanssyni Sandfelli 8 kr., sr. Jóni Sveinssyni Akranesi 8 kr., vígslubiskup Valdimar Briem 5 kr., sr. Þorvaldi Jakobssyni Sauðlauksdal 5 kr., sr. Magnúsi Andréssyni Gilsbakka 5 kr., sr. Einaii Palssyni Reykhoiti 5 kr., frá börnum á Miðnesi (Siguibjörg Einars- dóttir) 12 kr. 6 aura, börnum í Leiru (Guðlaug Guðjónsdóttir) 3 kr., börnum í Höfnum (Jón Jónsson) 5 kr. 19 aura, sunnudagaskóiabörnum í Reykjavík 16 kr. 50 aur., barnaskólabörnum í Rvík 64 kr. 64 a., Landakotsskóla Rvik 10 kr. — Kæra þakkir fyrir þessar góðu und- irtektir og loforð þau, sem borist hafa, en hór eru ótalin. Um Sanðárkróksliraudið sækja sr. Hálfdán Guðjónsson prófastur Breiða- bóisstað, sr. Sigfús Jónsson Mælifelli og sr. Björn Stefánsson, er þjónar brauðinu i vetur fyrir sr. Árna Björnsson. Fátækra samskot. í augum margra íslendinga er Reykjavík fyrirheitna landið, þangað keppast menn úr sveitunum „til að njóta iifsins". En alt af vex þó tala fátæklinga í höfuðstaðnum, og þrátt fyrir alla góðgerðasemi þeirra, sem betur mega, lifa margir við basl og bágindi mikinn hluta vetrar. Og svo eru sveita- þyngslin mikil, að árið 1912 var greitt úr bæjarsjóði til fátækraframfæris innan- bæjarmanna nál. 43 þúsund kr., og utanbæjarmanna hálft ellefta þúsund kr. — Það er enginn smáræðis baggi á þeim, sem geta borgað útsvör. — — Þrátt fyrir fagrar vonir ókunnugra, góð- vild örlátra og sveitastyrk, býr margur við þröngan kost, einkum í vetur, vegna atvinnuleysis. Almenningi er það ljóst, þvi að aldrei hefir verið gert eins mik- ið til að gleðja fátæklinga um jólin sem nú.---------Eg býst við, að ýmsir hafi ýmist kent mér það eða þakkað að Kristileg safnaðarstarfsemi tók upp þá nýlundu fyrir 10 árum, að safna fé meðal bæjarmanna, til að gleðja fá- tæklinga fyrir jólin í nafni dómkirkju- safnaðarins, voru listar bornir um bæinn í því skyni og mæltist það misjafnlega fyrir einkum hjá sumum þeim, sem hæst tala um kærleikann. Samt safn- aðist þá um 460 kr. — — Prestarnir við dómkirkjuna tóku alveg að sér að gangast fyrir þessum jólasamskotum fyrir fám árum, og fara þau vaxandi árlega og margir gefendur koma nú með gjafir sinar að fyrra bragði, þót.t listar séu ekki úr sögunni. í þetta sinn voru gefnar rúmar 1070 kr. í pening- um, 50 skippund kol og 1 tunna af saltketi. Um 315 fátæklingar nutu gjaf- anna.------Kvenfélag fríkirkjusafnaðar- ins og frikirkjupresturinn gengust og fyrir jólasamskotum í þetta sinn og urðu þau um 630 kr. að meðtöldum 200 kr. frá kvenfélagi fríkirkjunnar, og nutu þeirra um 86 fjölskyldur. í jólapotta Hjáipræðishersins safnaðist rúmar 266

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.