Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 2
122 B J AR M I Prestastefnan hófst fimtudaginn 23. júní með guðs- þjónustu og prestsvígslu. Sr. Þor- steinn Bríem á Mosfelli flutti sýnódus- ræðuna og lagði út af Fil. 3, 12—16. — Verður sú ræða birt í ársriti prestafjelagsins. Vigðir voru Halldór Kolbeins að Flatey á Breiðafirði og Magnús Guðmundss. aðstoðarprestur hjá sr. Guðmundi Einarssyni prófasti í Ólafsvík. Fundahöldin hófust kl. 4 s.d. sama dag i húsi K. F. U. M. og kom þá þegar i ljós að prestastefnan mundi verða óvenjulega fjölmenn, og bættust þó fleiri við síðar. Ails sóttu presta- stefnuna: Úr Suður-F*ingeyjarsýslu: Síra Helgi P. Hjálmarsson, Grenjaðarstað og síra Jón Arason, Húsavík; Eyja- fjarðarsýslu: síra Stefán Kristinsson, Völlum; Skagafirði: sira Arnór Árna- son, Hvammi, síra Lárus Arnórsson, Miklabæ, síra Pálmi Þóroddsson, Hofsós og síra Sigfús Jónsson, áður Mælifelli; Húnavatnssýslu: síra Jó- hann Briem, Melstað, ísafjarðar- sýslu: síra Böðvar Bjarnason, Rafns- eyri, síra Jónmundur Halldórsson, Grunnavík, sira Sigurgeir Sigurðsson, síra Þórður prófastur Ólafsson, Dýra- firði, síra Þorvarður Brynjólfsson, Súgandafirði; Barðastrandarsýslu: Halldór Kolbeins og síra Magnús Þorsteinsson, Patreksíirði; Dalasýslu: síra Jón Guðnason, Kvennabrekku; Snæfellsnessýslu: sira Guðm. prófastur Einarsson, Ólafsvík, síra Jón Jóhann- esson, Staðastað, sira Jósef Jónsson, Setbergi, síra Ólafur Lárusson, Stykk- ishólmi; Mýrarsýslu: síra Stefán pró- fastur Jónsson, Staðarhiauni; Borgar- fjarðarsýslu: sira Einar Pálsson, Reyk- holti, síra Einar prófastur Thorlacíus, Saurbæ og síra Eirfkur Albertsson, Hesti; Kjaiarnesprófastsdæmi: sira Árni prófastur Björnsson, Görðum, síra Bjarni Jónsson, Rvik, síra Brynj- ólfur Magnússon, Grindavík, síra Friðrik Rafnar, Útskálum, síra Jó- hann Þorkelsson, Rvík, síra Magnús Þorsteinsson, Mosfelli, guðfræðiskenn- ar háskólans allir, uppgjafaprestarnir: síra Jóhannes Lynge, síra Kristinn Daníelsson, síra Sigurður Gunnars- son og síra Skúli Skúlason; Árnes- sýslu: sira Eiríkur Stefánsson, Torfa- stöðum, síra Gísli Skúlason, Stóra- Hrauni, síra Kjartan prófastur Helga- son, Hruna, síra Jón Thorsteinsson, Þingvöllum, sira Ólafur Briem, Stóra- Núpi, síra Ólafur Magnússon, Arnar- bæli, síra Ólafur Sæmundsson, Hraun- gerði, síra Þorstein Briem, Mosfelli, Rangárvallasýslu: síra Eggert prófast- ur Pálsson, Breiðabólsstað, síra Er- lendur Þórðarson, Odda, sira Jakob Lárusson, Holti, síra Ófeigur Vigfús- son, Fellsmúla, síra Sigurður Norland, Landeyjum; Skaftafellssýslu: síra Eiríkur Helgason, Sandfelli, síra Magnús prófastur Bjarnarson, Presls- bakka, sira Pjetur Jónsson, Kálfafells- stað, sira Sig. Sigurðsson, Hlfð, síra Þorvarður Þorvarðarson, Vfk. Ennfremur voru á prestastefnunni sira Jes Gislason, fyrv. prestur í Eyvindarhólum, síra Friðrik Hall- grímsson i Baldur í Canada og þó nokkrir guðfræðiskandídatar og stú- dentar. Múlasýslurnar, Norður-Þing- eyjarsýsla og Strandasýsla áttu eng- an fulltrúa, en úr sumum hinna komu allir eða nærri allir þjónandi prestar, og mun ekki jafn fjölmenn prestaslefna hafa verið haldin áður. í fundarbyrjun gaf biskup yfirlit yfir liðið fardagaár. Fimm prestar höfðu látist: síra Eiríkur Gíslason, síra Jón Jónsson, sra Jón Sveinsson — allir prófastar — sir Mattbías Joch- umsson og síra Ólafur Finnsson;

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.