Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 6
126 B J ARMI dönsku »Indvielse«. — í þetta sinn voru 3 ungar stúlkur vígðar til þessa fagra starfa af biskupnum af Stepney. Það var margt fólk viðstatt og þar á meðal nokkrir prestar, sumir þeirra aðstoðuðu við atböfnina, sem fór mjög hátíðlega fram. Ensku diakonissurnar hafa leyfi til þess að prjedika í kirkjum, skíra börn og búa unglinga undir fermingu, en þær hafa ekki leyfi til þess að ferma, eða taka fólk til altaris. Jeg heyrði gamlan þjóðkirkjuprest enskan (dr. theol) segja, að sjer fynd- ist það dæmalaus afturbaldssemi að leyfa þeim ekki að gera öll prests- verk. »Eins og gefur að skilja« sagði hann, »fer þeim stöðugt fækkandi, sem dirfast að neita því, að konur skulu ekki, jafnt sem karlar, vera hæfar til þess að boða fagnaðarerindi Krists. Það er lítil kristileg auðmýkt í því, að neita þeim að úthluta alt- arissakramentinu, eins og þær sjeu óhreinár — en vjer hreinir«. Jeg heyrði talað um prest í Lund- únum, sem er svo latur og áhuga- laus, að hann kemur stundum ekki til kirkju sinnar á sunnudögum, þólt hann eigi að prjedika. Fólki er alveg sama, það hirðir ekki um að klaga hann, því diakonissan þar í sókninni stígur þá í stólinn, og þykir fólki mikið til koma að hlusta á hana. Það eru tveir kvenprestar í Lund- únum, að því er mjer var sagt, en þær heyra ekki til þjóðkirkjunni. Sá tími er vafalaust í nánd, að kvenprestar fara að verða algengir, jafnvel þótt bræður okkar í Noregi álíti að það sje gagnstætl Guðs orði1). 1) Um það efni hefir mikið verið rælt í Norvegi, og flestir biskuparnir og marg- ir aðrir kirkjul. Ieiðtogar tjáð sig algjör- lega andstæðir pví að konum væri veitt prestsembætti. »Konur mega ekki prje- dika« segja peir, en þeim er velkomið að Það er mikið, á meðan þeir ekki skipa okkur kvenfólkinu að ganga með höfuðblæju, af því að Páll post- uli skipaði kvennfólkinu í Korintu- borg að gera það. II. „China Inland Mission“. Nálægl diakonissustofnuninni er heimili kristniboðsfjelagsins, sem kennir sig við upplönd Kínaveldis, og þótti mjer harla fróðlegt að sjá það. Núna sem stendur, hefir fjelag- ið um 1000 kristniboða í Kína. Pað voru 42 heima. Jeg talaði við tvo kventrúboða, önnur þeirra hafði ver- ið 18 ár í Kína, en hin 33. Jeg var á bænafundi hjá Kínalrúboðunum, sem jeg seint mun gleyma, — Les- endur »Bjarma« hafa að sjálfsögðu lesið um hinn nafnfræga stofnanda þessa fjelags Hudson Taylor, og vita að þetta inikla fjelag hefir ekkert við að styðjast, nema frjáls samskot. (Það biður Guð einan um fje, og starfsmenn þess eru ekki ráðnir upp á fast kaup). III. K. F. U. K. og K. F. U. M. Rjelt á móti »China Inland«, er »Sekreteraskóli« K. F. U. K. og K. F. U. M. — Ressi fjelög gera mikið gagn og eru í miklu áliti á Englandi. Eng- in þeirra hafa eins stóra byggingu og K. F. U. K. í Khöfn, sem kvað vera slærsla K. F. U. K. bygging í Evrópu, en þar á móti hafa þau stór fiytja kristileg erindi, bæöi i kirkjum og öðrum samkomuhúsum«. Pað er varla von, að kvenf'relsiskonur skilji hversvegna þarf að gera svo mikinn greinarmun á »prjedikunum« og »kristilegu erindi«. — Hitt er annað mál, hvort ýmsar aðrar ástæður verði því ekki valdandi, að það hljóli jafnan að verða undantekning að konur gegni presfsembættum, m. k. yrði þeim það eríitt í Islenskum samsteypu- prestaköllum, þótt lögin leyíi það. Rilslj.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.