Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 10
130 BJARMl hann j raun og veru grundvellinum und- an hinni kristnu friðþægingar kenningu. Því hvað höfum vjer að gera við þau tvö aðalstórmerki kristindómsins: að Quðs sonur er orðinn maður og hefir liðið og dáið til þess að vinua oss eilíft frelsi, ef synd er ekki framar synd, heldur einungis eðlilegur ófullkomleiki og enginn myrkrahöfðingi að sigra? Það er því í sjálfu sjer í fullu samræmi, að andatrúin neitar guðdómi Krists og þján- ing hans og dauða í vorn stað. Andatrú er únítaratrú. Rithöfundurinn Conan Doyle, sem er einn af hinum áköfustu talsmönnum andatrúarinnar segir t. d.: „Skynsemi mannsirrs og rjettlætistilfinn- ing getur ekki komið auga á nokkurt rjettlæti í annars manns fórn“, og Meyers heldur því fram, að engin trúar- brögð geti haldið áfram að vera rök- rjett hvíldarathvarf á leið hinnar óend- anlegu framsóknar. — »Vjer frelsumst ekki fyrir einn frelsara að eins, heldur fyrir alla hina verðandi mannsætt", m. ö. o. fyrir sameiginlega aðstoð anda allra hinna dánu. Og trú er ekki lengur skilyrði fyrir frelsun — að minsta kosti ekki trú á Jesúm Krist. — Nei, spíritisminn vill láta athugun og rannsókn taka við af trúnni. Takmarkið er að sanna kristin- dóminn vísindalega fyrir spiritismann. Meyers skrifar t. d.: „Bácon sá það fyrir, að athuganir og tilraunir mundu sigra smátt og smátt . . . á öllum svæðum mannlegrar rannsóknar nema einnar. Erfikenning og trú áttu að vera einráð um guðdómleg efni. Hjer legg jeg ákveðna áherzlu á að engin þörf er að varðveita þessa miklu undantekningu lengur. Jeg fuilyrði, að nú er að koma í ijós aðferð, sem getur hjálpað oss til þess, að öðlast eins ábyggilega og fulla guðdómlega þekkingu eins og vjer getum eignast hana bezt um jarðneska hluti". Trúnni er því vísað á bug og í stað heunar kemur athugun og tilraunir. Það er yfirleitt ómögulegt að fara meira viil- andi orðum um málefni en þetta. Rjett eins og „trúin" sje blind undirgefni undir sjálfræðisfullar erfðakenningar. Nei. Trúin er hiýðni við rödd samvisk- unnar, og auðsveipni hjartans við það, er mælir með sjer sjálft við samvisk- una, sem sannleikur.. Og í stað slíkrar trúar er aldrei mögulegt að setja ytri, vísindalega athugun og tilraunir. „Eng- inn getur kallað Jesúm drottinn, nema heilagur andi sje með honum". Að full- yrða annað er trúarleg meinloka. Þannig er þá ástandið: Fagnaðarer- indi spiritismans neitar veruleika synd- arinnar, tilveru djöfuisins, guðdómi Krists, náð krossins, nauðsyn trúarinn- ar og, hvað það snertir, alvöru glötun- arinnar. Og annað eins „fagnaðarerindi" vilja þeir láta telja óvænta staðfestingu á fagnaðarerindi bibliunnar, og undrast jafnvel, að vjer sjeum ekki grátglaðir og þakklátir fyrir kirkjunnar hönd. Ef þetta eru ekki svik og glæfrar, þá er það í öllu falli, svo hryllilegt skilningsleysi, að það rjettlætir fyllilega að vjer segj- um: Þeir, sem ekki grunar að anda- trúin umturnar gersamlega fagnaðar- erindinu með ágiskunum og grunnfærni, en eru svo barnalegir að trúa því, að hún staðfesti það, hafa engan rjett til þess að taka til máls í þessum efnum, og því siður að vera andlegir leiðtogar. Og hvað verður svo eftir, þegar spiiitisminn hefir tekið alt þetta um synd og náð burtu úr kristindómnum: Guð er góður og allir menn eru líka góðir, en auðvitað ófullkomnir, og allir erum vjer á leið mót íullkomnun; iífið bæði hjer og hinum megin, er áfram- haldandi framþróun móti fullkomnun og sælu; og á þessari þroskaleið hjálpa þeir oss, andarnir, sem heim eru farnir og lengra komnir, og vjer eigum að taka á móti hjálp þeirra. Þetta er fagnaðararindi spiritismans, og þetta fagnaðarerindi er það, sem jeg

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.