Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.07.1921, Blaðsíða 3
BJARMI 123 fjórir höíðu sagt af sjer embætti: síra Björn i Miklabæ, síra Guðlaug- ur á Stað, síra Sigurður í Flatey og síra Stefán á Auðkúlu, en einir þrír tekið prestvígslu, sjö prestaköll höfðu verið veilt, en níu voru óveitf, og sum þeirra prestlaus árum saman. Biskup mintist og á nokkur ný laga- fyrirmæli er snertu kirkjuna, svo sem lög um biskupskosningu, hækkun kirkjugjatda, sölu á prestsmötu og styrk þann til húsabóta, sem alþingi hafði veitt nokkrum prestaköllum. t*á var skift synódusfje eru presls- ekkjur 52 og fengu fleslar þeirra nokkurn styrk. Uppgjafaprestarnir eru 33. Þegar því var lokið, var hlje lil kvöldverðar. Kl. 81/2 flulli síra Friðrik Hall- grímsson erindi fyrir almenning um Kirkjulif vestan hafs. Á eftir fóru allir fundarmenn heim lil biskups og sátu þar við kaffi, ræður og söng til miðnættis. Morguninn eftir flulli Sigurður prófessor Sívertssen erindi er hann nefndi: Bænalíf Jesú og kenning hans um bænina, — kemur i Ársritinu. Á eftir var fundur i prestafjelag- inu, talað um Ársritið, eflirlauna- málið, sem dagaði uppi á þingi o. fl. Kl. 4 síðd. hófst preslastefnan aflur, og flutti þá Aage M. Benedikt- seu, rilhöfundur, erindi um Múha- medstrú (»Islams Sejr og Islams Faldo kallaði hann það). A M. B. er kunn- ur mælskumaður, og erindið var harla fróðlegt, en sumir prestarnir eru svo óvanir erlendum erind- um, að þeir höfðu þess ekki full not. Ræðumaður sagði, að það væri altítt að Múhamedstrúarmenn segðu við ókunnuga gesti: »Guði sje lof að jeg er íslams-maður, en hvern- ig er þvi varið með þig?« — Oss kom í hug einurðarleysi margra krist- inna manna í trúarefnum, einurðar- leysi, sem er harla lítil meðmæli með þeirra trú. — annars hefði þetta er- indi fult erindi til miklu fleiri en prestanna. Að erindinu loknu skýrði biskup frá samskotum til Vídalínsvarðans. Hafði þeim víða verið mjög vel tekið og safnast um 3600 kr., en úr mörg- um preslaköllum hafði þó ekkert komið. Búið er að steypa myndina og velja stærðar stein undir hana, en bú- istviðað kostnaðurinn yrði um 1700 kr. fram yfir það sem þegar er komið, og tóku prestar vel undir að safna 'því. Biskup gat þess, að ef meira safnaðist, yrði það lagt í sjóð til að gera samskonar brjóstmynd af Hall- grími Pjeturssyni og setja hana síðan hinum megin við dyr dómkirkjunnar. Þá flutti biskup erindi um kristin- dómsfræðslu, aðallega sögulegs efnis um »Kverin« hjer á landi að fornu og nýju. En enga afstöðu tók hann til ágreiningsins um kverkensluna. Umræðum um þelta mál var svo frestað til næsla dags, af því kvöld var komið. Um kvöldið kl. 81/s flutti sra Bjarni Jónsson erindi, — Hvað hefir kirkjan að bjóða?« — í aðalsal K. F. U. M. fyrir almenning. Morguninn eftir flulti biskup langt erindi um Hans Egede, er verður birt í Ársritinn. — Á eftir hófust um- ræður um kristindómsfræðsluna, stóðu þær lil hádegis, og hjeldu áfram kl. rúml. 1, en urðu að hætla kl. 2, er biblíufjelagsfundur hófst. Tóku margir til máls og bar margt á góma. Haraldur prófessor Níelsson, sem nýverið flutti hreina æsingaræðu að voru áliti gegn kverkenslu á kennara- fundi i Rvík, tók fyrstur til máls og talaði nú miklu gætilegar. Sagði nú meira að segja að »Helgakver« væri

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.